27. september 2010

Bíltúr í brynvordum logreglubíl

Thegar ég setti inn faersluna í gaer um ad litlu myndavélinni hans Óskars hefdi verid stolid hélt ég ad vid vaerum bara ad bída eftir ad einn logreglumadur gaefi sér 2 mínútur til ad hripa á bladsnefil smá skýrslu og fara svo... tad reyndist ekki alveg raunin...

Óskar sat vid fyrstu tolvuna á thessari internets-og síma thjónustu eitthvad... allavega thetta var litil búd eda herbergi med nokkrum tolvum og mjog throngu gólfplássi. Ég sat í tolvunni vid hlidiná ad skrifa faersluna frá thví í gaer. Litlir strákar (í kring um 12-13 ára) koma inn nokkrir saman og fara ad spjalla vid afgreidslumanninn sem var jafngamall okkur og stjórnadi netadgongum frá litlu búri sem var ad mestu lokad (nema mjog mjott bil til ad komast út). Tad er eins og their hafi eitthvad truflad hann tví atburdarrásin gerist svo mjog hratt... ég heyri bara bamm bamm bamm og sé ad strákarnir hafa tekid myndavélina og eru ad hlaupa út. Óskar stendur upp en flaekir stólinn í sandalanum sínum sem fer af honum og Óskar flýgur í gólfid og bordid sem hann sat vid glennist allt í sundur. Hillan fyrir lylabordid datt í gólfid. Ég vard svo reid ad hnén á mér skulfu. Óskar blótadi og blótadi en var ánaegdur ad their tóku ekki usb lykilinn sem hann var ad setja allar myndirnar inn á.

Vid vorum tiltolulega fljót ad jafna okkur eftir thetta, enda med allt tryggt og í gódum málum. Skyndilega tókum vid eftir tví ad afgreidslumadurinn laesti hurdinni, sagdi ollum ad fara út nema okkur og svo fór hann ad hringja og sagdi okkur á spaensku ad hann vaeri ad hringja á logregluna. Hann hringdi nokkur símtol í vidbot en stód svo mestan tímann í hurdinni. Thar tókum vid eftir thví ad hann skalf allur. Hnén á mér voru á thessum tímapunkti longu haett ad skjálfa en hann virtist vera skíthraeddur. Á thessum tímapunkti vorum vid eiginlega búin ad gleyma myndavélinni og farin ad hugsa um vesalings drenginn...

Eftir smá stund komu 2 einkennisklaeddir logreglumenn og einn madur fra einhverri oryggisthjónustu. Mamma og pabbi stráksins komu líka. Logreglan spurdi okkur hvort vid toludum spaensku og thegar vid svorudum tvi neitandi var ekki meira talad vid okkur í um 20 mínútur. Strákurinn var spurdur spjorunum úr og hann var alveg eins og kleina á medan. Hann thurfti ad sýna alls konar skilríki og gefa upp alls konar upplýsingar. Loksins thegar loggan var búin ad taka nidur 3ggja bladsídna skýrslu af honum var loksins yrt á okkur aftur. Okkur var sagt ad vid thyrftum ad koma med logreglunni upp á logreglustod.

Okkur var sídan fylgt út í brynvarinn logreglubíl. Vid litum hvort á annad og sogdum ad thetta vaeru sennilega súrrealískustu adstaedur sem vid hefdum lent í. Bílferdin var samt ekki mjog long og innan skamms vorum vid komin í skýrslutoku nidur á logreglustod. Thar var okkur sagt ad vid thyrftum ad fara med skýrslu í sendirádid okkar og their myndu borga vélina út. Vid aetlum ad fara í sendirádid núna á eftir og gá hvort ad thetta geti stadist.

Thegar vid vorum búin ad allri pappírsvinnunni var eiginlega komid kvold. Vid fundum okkur Pizza Hut thar sem Santiago er allur fullur af skyndibitastodum og eiginlega engum veitingastodum og einhverra hluta vegna er allt lokad á sunnudogum. Samt verd ég ad segja ad thessi pizza sem vid fengum var besti matur sem ég hef fengid í 3 vikur! Og hún var med pizzasósu...! Pizzur hérna eru nefnilega bara med áleggjum og svo tómatbitum sem dreifdir eru yfir og fyrir tómatahatara eins og mig... er thad ekki gott! :)

Annars er heilsan oll ad koma til baka. Ég var komin á faetur eldsnemma í morgun (komst ekkí úr rúminu fyrr en um kl. 15 sídustu tvo daga nema bara til ad komast inn á klósett). Ég er meira ad segja komin med lyst til ad kíkja aftur í búdarglugga og thá er nú mikid sagt! :)

Jaeja, vid kvedjum úr hasarnum hérna í Santiago og bloggum fljótlega aftur... vonandi :)

Inga (og Óskar)

2 ummæli:

  1. ef eg hefði lent í þessu þá hefðui eg dáið þeir taka svona hart á þessu vegna þess að þið eru útleningar eru að passa orstír lansins varla laus við eitrun fyr en þú ert lent í lögregluni ekki af ykkur að ganga hafið þið það nú gott elskurnar mínar og gangi ykkur vel

    SvaraEyða
  2. vonandi verði þig ekki fyrir meiri skakkaföllum,ekki var þetta gott að tapa myndavélinni frá ykkur sem var stolið,ja þetta er mikið pappírsflóð hjá lögregluni, við lentum í því á spáni þegar var brotist inn í bílinn hjá okkur en maður fer með pappírana í tryggingarnar og fær það bætt múna að hafa stimplaða pappíra frá lögreglu að utan, hvernig er að vera í lögreglubíl og það brimvörðum bíl það er gott að þú ert að fá heilsuna aftur og farið þið varlega hlakka til að sjá ykkur kveðja pabbi og Dóra

    SvaraEyða