31. ágúst 2010

3 dagar

Já, nú eru bara 2 vinnudagar eftir og svo skundum við upp á Leifsstöð þar sem ferðin okkar góða hefst.
Við erum ekki frá því að það sé kominn smá spenningur í okkur enda búin að bíða eftir þessari ferð síðan í febrúar eða mars.

Heimavið erum við búin að leggja undir okkur nánast alla neðri hæðina (að frátöldu bílskúrnum og íbúðinni hjá Elínu og Helen). Búið er að fara yfir sjúkratöskuna, hringsnúa hluta af fötunum í þvottavélinni, draga fram svefnpokana, prenta út flugmiða og að sjálfsögðu dreyfa því um eins mikið rými og hægt er.

Ég held bara að við séum eins tilbúin og hægt er að hafa það.... fyrir utan að mig vantar bakpokann minn! Hann ákvað greinilega að fara á eitthvað flakk á milli Bandaríkjanna og Íslands eftir að ég pantaði hann á netinu! Hann hefur enþá 2 daga til að rata heim! Sem sagt, ef þið sjáið ráðviltan bakpoka á hlaupum þá vitiði hvert þið eigið að leiðbeina honum!

Þangað til næst!

Kveðja
Inga Suður-Ameríkufari

Blogg komið af stað

Við Inga ákváðum að setja upp blogg fyrir suður ameríku ferðina okkar þar sem að það eru ekki allir með eða kunna á facebook. Svo er aldrei að vita nema við notum þetta áfram eftir suður ameríku ferðina fyrir önnur ævintýri :)