30. september 2010

Eitthvad ad nyjum myndum

Vid komumst loksins í almennilegar tolvur thar sem ég gat afritad allar myndir á USB lykil. Ég setti eitthvad af nýjum mynum í leidinni inn frá Iquazu og Santiago

Land Inkanna...

Thá erum vid lent í landi Inkanna einu sinni enn. Flugid okkar frá Santiago var mjog gott thótt svo ad maturinn um bord hafi ekki verid nein veislumáltíd... thad má reyndar segja um flestan mat í Chile. Flugid tók 3 klst og 25 mínútur og sem betur fer nádum vid ad sofa enda thurftum vid ad vakna kl. 3 um nóttina til ad fara út á flugvoll. Ég fékk líka eitthvad bakslag í veikindin kvoldid ádur og var aftur komin med hita. Hann fór samt úr mér med 2 Pharataps :) Óskar hafdi pínu áhyggjur af mér og svaf thví midur ekki mikid.

Vid komuna til Lima tókum vid okkur leigubíl upp á hótelid sem vid pontudum. Thad er í odru hverfi en vid vorum í sídast og kallast Miraflores. Thad tók okkur orugglega 20 mínútur ad komast thangad med leigubílnum enda var hann rándýr. Thegar vid vorum svo komin upp á hótel, logdum vid okkur í ad vid héldum smá stund en reyndust vera nokkrir klukkutímar. Vid fengum okkur svo smá rolt um gotuna sem vid búum vid, fengum okkur ad borda og forum svo aftur upp á herbergi. Vid vorum greinilega algjorlega búin á thví thar sem ég var sofnud aftur um 9 um kvoldid og Óskar adeins seinna. Gátum reyndar ekki mikid sofid fyrir kynlífshljódum úr odrum herbergjum... í fleirtolu!

Vid voknudum svo hress í morgun, horfdum á 2 Friendsthaetti í sjónvarpinu og drifum okkur svo út. Vid tókum leigubíl nidur á rútustod og hofum núna keypt okkur rútumida til Nazca sem er í sudur Perú og er kennt vid einkennilegar myndir í sléttunum. Their sem hafa séd myndina Signs med Mel Gibson thar sem stórar myndir birtast á okrum geta séd thetta fyrir sér. Thetta eru víst eld gamlar myndir og uppruni theirra ekki alveg vitadur. Vid thurfum tví sennilegast ad fara í litla rellu til ad geta séd myndirnar thví thaer eru svo stórar ad ekki er haegt ad sjá thaer frá landi. Vid erum einnig búin ad panta okkur gistingu thar á hóteli í 2 naetur. Rútuferdin okkar hefst kl. 7 í fyrramálid, 12 ad hádegi ad íslenskum tíma.

Umferdin í Lima er annars stórundarleg. Hérna skipta akgreinar ekki miklu máli og bílarnir keyra út um alla vegi thar sem their komast fyrir. Almenningssamgongur eru allt frá thví ad vera thrennskonar mismunandi leigubílar upp í ad vera eldgamlir amerískir skólabílar sem eru trodfullir af fólki. Auk thess eru pínulitlir sendiferdabílar sem hleypa fólki inn og út alls stadar. Fólk hoppar inn í thessa bíla á ferd og their eru endalaust flautandi til ad láta vita af sér ef madur vildi hoppa um bord. Bílstjórarnir hér eru líka annad hvort á inngjofinni eda bremsunni. Thad er ekkert til sem heitir ad láta bílinn renna. Bremsu-varahluta-kostnadur hlýtur ad vera gífurlegur hér... eins langt og thad naer!

Annars hlakkar okkur til ad fara ad skoda thetta land sem upphaflega dróg okkur hingad. Vid erum bara hraeddust um ad thurfa ad sleppa einhverju, en thá verdur thad bara tilefni til ad koma aftur. Vid erum ad minnsta kosti strax komin med lista yfir thad sem okkur langar ad skoda í naestu ferd okkar til Sudur-Ameríku :)

Knús og kremjur

Inga (og Óskar)

28. september 2010

Og áfram heldur ferdin...

Vid erum búin ad panta okkur flug frá Santiago í Chile til Lima í Perú. Ástaedan fyrir thessu spredi er ad Inga er ekki ordin alveg nógu gód til ad treysta sér í 30 klst rútuferdir... alveg strax...!

Vid pontudum okkur líka hótelherbergi í Lima í 2 naetur og aetlum ad reyna ad ferdast eitthvad um Perú í taepar tvaer vikur ádur en vid fljúgum til New York. Vid vorum búin ad ákveda ad vera aftur á hostelinu sem vid vorum á fyrst en vid erum ordin svo gódu von hérna :) Sameiginlegt klósett med 6 manns og madur med rest af matareitrun er ekki alveg ad gera sig...

Vid erum annars bara búin ad njóta thess eins og vid getum ad vera í sumarfríi. Lágum upp í rúmi fram yfir hádegi og thad var ekki fyrr en maginn fattadi ad hann hefdi ekkert bordad um morguninn sem vid fórum á faetur. Thad er bara svo hrikalega kósý ad liggja undir fullt fullt af teppum med ískalt nef vegna thess ad herbergid er svo kalt og horfa á einhverja endaleysu í sjónvarpinu.

Okkur finnst vid hafa verid endalaust lengi í thessu ferdalagi og gert alveg ótrúlega marga skemmtilega hluti. Thrátt fyrir ad vid séum komin med smá heimthrá og soknum fólksins okkar til tunglsins og til baka thá erum vid ekki tilbúin ad koma heim strax. Vid eigum enn fullt eftir ad skoda og lenda í helling af aevintýrum!

Knús og kossar!

Inga (og Óskar)

27. september 2010

Bíltúr í brynvordum logreglubíl

Thegar ég setti inn faersluna í gaer um ad litlu myndavélinni hans Óskars hefdi verid stolid hélt ég ad vid vaerum bara ad bída eftir ad einn logreglumadur gaefi sér 2 mínútur til ad hripa á bladsnefil smá skýrslu og fara svo... tad reyndist ekki alveg raunin...

Óskar sat vid fyrstu tolvuna á thessari internets-og síma thjónustu eitthvad... allavega thetta var litil búd eda herbergi med nokkrum tolvum og mjog throngu gólfplássi. Ég sat í tolvunni vid hlidiná ad skrifa faersluna frá thví í gaer. Litlir strákar (í kring um 12-13 ára) koma inn nokkrir saman og fara ad spjalla vid afgreidslumanninn sem var jafngamall okkur og stjórnadi netadgongum frá litlu búri sem var ad mestu lokad (nema mjog mjott bil til ad komast út). Tad er eins og their hafi eitthvad truflad hann tví atburdarrásin gerist svo mjog hratt... ég heyri bara bamm bamm bamm og sé ad strákarnir hafa tekid myndavélina og eru ad hlaupa út. Óskar stendur upp en flaekir stólinn í sandalanum sínum sem fer af honum og Óskar flýgur í gólfid og bordid sem hann sat vid glennist allt í sundur. Hillan fyrir lylabordid datt í gólfid. Ég vard svo reid ad hnén á mér skulfu. Óskar blótadi og blótadi en var ánaegdur ad their tóku ekki usb lykilinn sem hann var ad setja allar myndirnar inn á.

Vid vorum tiltolulega fljót ad jafna okkur eftir thetta, enda med allt tryggt og í gódum málum. Skyndilega tókum vid eftir tví ad afgreidslumadurinn laesti hurdinni, sagdi ollum ad fara út nema okkur og svo fór hann ad hringja og sagdi okkur á spaensku ad hann vaeri ad hringja á logregluna. Hann hringdi nokkur símtol í vidbot en stód svo mestan tímann í hurdinni. Thar tókum vid eftir thví ad hann skalf allur. Hnén á mér voru á thessum tímapunkti longu haett ad skjálfa en hann virtist vera skíthraeddur. Á thessum tímapunkti vorum vid eiginlega búin ad gleyma myndavélinni og farin ad hugsa um vesalings drenginn...

Eftir smá stund komu 2 einkennisklaeddir logreglumenn og einn madur fra einhverri oryggisthjónustu. Mamma og pabbi stráksins komu líka. Logreglan spurdi okkur hvort vid toludum spaensku og thegar vid svorudum tvi neitandi var ekki meira talad vid okkur í um 20 mínútur. Strákurinn var spurdur spjorunum úr og hann var alveg eins og kleina á medan. Hann thurfti ad sýna alls konar skilríki og gefa upp alls konar upplýsingar. Loksins thegar loggan var búin ad taka nidur 3ggja bladsídna skýrslu af honum var loksins yrt á okkur aftur. Okkur var sagt ad vid thyrftum ad koma med logreglunni upp á logreglustod.

Okkur var sídan fylgt út í brynvarinn logreglubíl. Vid litum hvort á annad og sogdum ad thetta vaeru sennilega súrrealískustu adstaedur sem vid hefdum lent í. Bílferdin var samt ekki mjog long og innan skamms vorum vid komin í skýrslutoku nidur á logreglustod. Thar var okkur sagt ad vid thyrftum ad fara med skýrslu í sendirádid okkar og their myndu borga vélina út. Vid aetlum ad fara í sendirádid núna á eftir og gá hvort ad thetta geti stadist.

Thegar vid vorum búin ad allri pappírsvinnunni var eiginlega komid kvold. Vid fundum okkur Pizza Hut thar sem Santiago er allur fullur af skyndibitastodum og eiginlega engum veitingastodum og einhverra hluta vegna er allt lokad á sunnudogum. Samt verd ég ad segja ad thessi pizza sem vid fengum var besti matur sem ég hef fengid í 3 vikur! Og hún var med pizzasósu...! Pizzur hérna eru nefnilega bara med áleggjum og svo tómatbitum sem dreifdir eru yfir og fyrir tómatahatara eins og mig... er thad ekki gott! :)

Annars er heilsan oll ad koma til baka. Ég var komin á faetur eldsnemma í morgun (komst ekkí úr rúminu fyrr en um kl. 15 sídustu tvo daga nema bara til ad komast inn á klósett). Ég er meira ad segja komin med lyst til ad kíkja aftur í búdarglugga og thá er nú mikid sagt! :)

Jaeja, vid kvedjum úr hasarnum hérna í Santiago og bloggum fljótlega aftur... vonandi :)

Inga (og Óskar)

26. september 2010

Enn í Santiago...

Enn er ég (Inga) eitthvad slopp en vid komumst ad thvi ádan eftir ad hafa horft á Latabae, Bridget Jones og Buddy á spaensku í gaerkvoldi ad thad vaeri takki á fjarstýringunni sem madur skiptir yfir á kapalkerfi og thá hrúgudust inn kvikmyndir á ensku.... vitlausu vid. Kvoldid í kvold verdur thví adeins minni spaensku-laerdómur (thótt óneitanlega laerir madur spaensku hradar med thví ad hlusta á hana allan sólarhringinn) og meira um skilning á bíómyndunum sem vid horfum á Heilsan fer samt vonandi skánandi thar sem sýklalyfid er sterkt og virdist eitthvad vera ad fara í hana (sídasti dagurinn á lyfinu í dag).

Hótelid sem vid erum á er í lítilli gotu. Thad er ekkert merkt ad utan er herbergid okkar er risa stórt og med einu dobbel rúmi (ef vid rífumst ekki) og tveimur einstaklingsrúmum (ef vid rífumst) :). Nei nei.. vid rífumst aldrei... Thetta herbergi var bara thad eina sem var laust thegar vid tékkudum okkur inn. Vid fundum bara medallausn á thessu ollu saman og faerdum rúmin tvo saman tví sjónvarpid hékk á veggnum thar fyrir ofan :)

Ég hélt ad ég yrdi laus vid sírenuvael, straetóa, bílflautur og allt thad sem fylgir tví ad vera á hóteli vid stórar gotur... hins vegar voknudum vid baedi í nótt vid partý í naesta húsi, svo var sírenuvael, hundur ad gelta, madur ad syngja og ég veit ekki hvad og hvad. Gluggarnir hérna eru hrikalega thunnir og halda sko kuldanum ekki úti. Hér sefur madur med lak og 3 teppi og tad virdist almennt eiga vid thar sem thetta var líka svoleidis á hinu hostelinu. 

Rétt í thessum toludu ordum var litlu myndavélinni hans Óskars stolid. Sem betur fer var hann ad verda búinn ad setja allar myndirnar yfir á usb-lykil thannig ad vid eigum eiginlega allar myndirnar nema gaerdaginn (gaypride) og video. Tjónid er adallega ad hafa misst taekid... Vid erum ad bída eftir ad loggan komi og geri skýrslu og meti bordid sem Óskar sat vid og brotnadi í átokunum.... helvítis skríll!!! En thetta er víst thad sem madur býst vid thegar madur ferdast .... Vid holdum tví áfram med 2 myndavélar... :)

Planid er ad reyna ad fljúga til Lima í Perú og ferdast svo um thadan... Veikindin hafa tekid adeins of mikinn tíma thannig ad vid holdum ad vid verdum ad sleppa Bólivíu...

En thangad til naest... hafid thad gott...

Inga (og Óskar) reid í Santiago...

25. september 2010

Valparaiso, Viña del Mar, gledi og ógledi

Og enn erum vid i Santiago...

À midvikudag skelltum vid okkur í ferd til baeja sem eru í um 1,5 klst. akstur frá Santiago. Vid vorum 9 saman ì rútu og med spaenskumaelandi bílstjóranum okkar Serheo (eda eitthvad thar um bil). Fyrst sáum vid baeinn Valparaíso sem vid hèldum ad vaeri bara smá thorp en svo reyndist ekki vera. Thetta var hafnarbaer sem byggdur er upp í fjallshlíd og er thví med rosalega langar og hlikkjóttar gotur. Húsin thar eru ekki bara grà eda múrsteinalitud eins og á flestum ordrum stodum sem vid hofum komid á, heldur í ollum regnbogans litum. Okkur fannst einnig mjog gaman ad sjá Kyrrahafid í fyrsta sinn á aevinni og satt best ad segja var thad ekkert vodalega kyrrt og bara ekkert svo frábrugdid gamla góda Atlantshafinu.

Thegar vid vorum búin ad ná um 10% af fródleiknum sem leidsogumadurinn hafdi ad segja í Valparaíso, sem hann sagdi nánast allt á spaensku fórum vid í naesta bae sem er samliggjandi og heitir Viña del Mar. Thar voru húsin líka byggd upp í fjallshlídar en voru meira í laginu eins og troppur. Vid kíktum líka adeins á strondina thar og sáum pelíkana á flugi og saeljón í klettum.

Til ad thakka leidsogumanninum okkar fyrir daginn gáfum vid honum íslenska víkingastyttu sem vid tókum med okkur einmitt í theim tilgangi og barmmerki med íslenska fánanum thar sem vid sáum ad hann var ad safna theim fyrir ofan framrúduna á bílnum sínum. Hann vard alveg rosalega hrifinn af gjofunum sínum og vildi endilega ad vid taekjum mynd af sér med honum og sendum honum svo í tolvupósti.

Um kvoldid thegar vid komum heim var ordid ljóst ad Inga hefdi nád sér í einhvern fjandann á leidinni. Vid tóku 3 dagar ad mestu leiti upp í rúmi, med uppkost, "ferdamannagladning", hita og matareitrun ad svaesinni gerd. Thokk sé Kotu heima á Íslandi gat Óskar farid út í Apótek og keypt sýklalyf. Í dag laugardag er sem sagt í fyrsta sinn sem Inga kemst eitthvad út og thví hafa engar bloggfaerslur verid.

Thar sem heilsan hefur eitthvad verid ad bregdast hofum vid ákvedid ad vera í Santiago fram á mánudag og leyfa Ingu ad jafna sig ádur en vid holdum ferdalaginu áfram. Thar sem hostelid sem vid vorum á (og gátum fengid framlengt fram til dagsins í dag) er fullt um helgina thurftum vid ad skipta um hótel.

Okkur til óvaentrar skemmtunar lentum vid svo fyrir algjora tilviljun inn í Gaypride Santiagobúa. Hátídarholdin hér voru dálítid ólík theim sem eru heima thar sem gangan var ekki mjog fjolmenn midad vid hversu margir búa hér auk thess sem óeyrdalogreglan var tilbúin í brynvordum bíl á eftir gongunni. Fólkid virtist samt skemmta sér konunglega thrátt fyrir ad vid hofum hvergi séd Chile-skan Pál Óskar :)  

Annars er ferdin okkar hálfnud í dag thannig ad their sem eru ad telja nidur geta farid ad hlakka til ad fá okkur heim! :)

Kaer kvedja

Inga og Óskar

21. september 2010

Santiago de Chile

Jaeja tha er enn ein rutuferdin buin og vid komin til Santiago, hofudborgar langa mjoa landsins vestast i Sudur-Ameriku. Chile er um 4300 km langt og breidast 285 km. Efst er thurrasta eydimork i heimi og nedst eru joklar og morgaesir (og sma hluti af Sudurskautslandinu tilheyrir Chile auk Paskaeyja sem eru herna lengst lengst uti i Kyrrahafinu). Sma landafraedi fra landafraedi nordinu :)

Nautasteikin sem vid bordudu sidasta kvoldid okkar i Argentinu var algjorlega mognud! Og thad besta var ad vid fengum hana a tveir fyrir einn verdi midad vid heima. Skrytnast var samt ad sja ad Argentinubuar panta ser nautasteik og borda hana bara eintoma. Ekkert medlaeti, engin sosa og ekkert! Vid fengum okkur ad minnsta kosti sosu og kartoflur...

Sidasti dagurinn i Argentinu for i rolt um baeinn. Einhver heppni vakti yfir mer thar sem eg fann mer stigvel i minni staerd. Oskar sagdi ad thad hefdi orugglega verid mistok i sendingu thvi eg var buin ad leita ad stigvelum fra thvi eg kom thangad og staerstu numerin i budunum voru alltaf of litil a litlu trollskessuna. Eg var thvi mjog anaegd ad finna mer stigvel a utsoluverdi.

Vid maettum svo nidur a rutustod og tokum svo rutuna okkar til Santiago. 4 metra ha ruta og med thvilikt bolstrudum saetum og thad sem meira er.... dvd-myndum a ensku! Til ad toppa thetta allt var bilthjonn um bord sem bar ofan i okkur heitan kvoldmat og drykki, morgunmat og fleira. Fyrst um sinn (i marga marga klukkutima) var landslagid bara flatar beitilendur. Thegar vid vorum farin ad nalgast Chile toku Andersfjollin vid. Thad var ekker sma flott. Landamaerin voru svo uppi a fjallgardinum. Thegar strangri vegabrefa og farangursskodun var lokid tok vid sikk sakk beygjur nidur fjallid! 26 stykki takk fyrir!

Vid komum svo a hostelid okkar i Santiago og thad er bara mjog einfalt og fint. Leigdum okkur serherbergi med badi a hlaegilegan pening. Komumst svo ad thvi ad thad var verid ad fagna thjodhatidardegi Chilebua sem var 19. september en hatidarholdin eru alla helgina og fram a manudag. Allsstadar var flaggad og folk um allan bae. Vid vorum hins vegar frekar luin eftir rumlega 20 klst rutuferd og forum thvi bara snemma i hattinn. Aetlum bara ad skoda baeinn i dag...

Hafid thad gott thangad til naest og endilega kommentid. Thad er svo gaman ad fa kvedjur ad heiman!

Kvedja

Inga og Oskar

19. september 2010

Smá uppfaersla

Thar sem ad vid verdum í Chile á morgun uppfaerdi ég kortid okkar á naesta dvalarstad í Santiago, vedurspánna fyrir santiago (takid eftir ad vid erum ad fara í 8 stiga hita) og klukkuna nedst. Vid forum klukkutima aftur í tíman frá thví sem vid erum núna.

Kv.
Óskar Andri

18. september 2010

Skjaldbakan og gjaldkerinn

Jaeja, thá er sídasti sólarhringurinn hér í Buenos Aires runninn upp...

Vid erum búin ad skipta um hótel frá sídustu faerslu thar sem vid hofdum thurft ad borga svo mikid fyrir ad kaupa 2 auka naetur á hótelinu sem vid vorum á. Vid ákvádum í stadinn ad spara adeins peningu í gistingu og auka adeins óthaegindin og ganga med bakpokana okkar hérna um baeinn thveran og endilangan. Òskar var farinn ad kalla "skjaldbaka" á eftir mér thar sem ég var náttúrulega med allar mínar foggur á bakinu.Vid fundum okkur frekar ódýra gistingu á flottu hóteli nálaegt midbaenum.

Allir 3 gististadirnir sem vid hofum verid á hér í B.A. hafa verid vid umferdargotu. Hávadinn er sennilega mestur á thví hóteli sem vid erum á núna thrátt fyrir ad vid séum á 6. haed. Straetó stoppar beint fyrir utan og leigubílar flauta allan sólarhringinn.... ég aetla ad finna til eyrnatappana mína fyrir naestu nótt...

Thegar vid vorum búin ad tékka okkur inn á hótelid og Óskar búinn ad gefa mér edal fótanudd med 150 kr kreminu okkar thar sem haelarnir á mér eru farnir ad springa vegna ofgongu, lobbudum vid ad sjálfsogdu adeins meira. Thar sem ofurkaupglada ég er búin ad kaupa fjoldan allan af jólagjofum og odrum ótharfa thá langadi okkur ad reyna ad senda pakka heim.

Pósthús eru hérna út um allan bae. Hvert sem madur lítur sér madur McDonalds og Correo. Vid gerdum okkur tví lítid fyrir og skundudum galvosk med ordabókina okkar inn í eitt slikt og héldum ad thetta vaeri ekkert mál. Eftir miklar handabendingar og flettingar í bókinni gódu (sem er sko life-saver) komumst vid ad thví ad thetta pósthús sendir bara pakka ad hámarki 2 kg utan Argentínu. Vid yrdum ad fara á annad pósthús, út í rassgati sem taeki staerri pakka.

Og áfram hélt gangan..... út í rassgat... yfir tvílíkar akreinar med allri trukka, vorubíla, straetóa og rútuumferd baejarins. Á tímabili fylgdum vid bara heimafólkinu yfir goturnar thví madur sá ekkert hvort var rautt eda graent ljós, og ef thad kemur graent ljós á umferdina, thá Á HÚN SKO RÉTTINN! Vid vorum thví tarna hlaupandi á milli trailera og vonudum ad vid kaemumst yfir.

Thegar vid loksins fundum pósthúsid thá var thetta náttúrulega pósthús á staerd vid póstmidstodina í Reykjavík og med allskonar inngongum sem mertir voru ad sjálfsogdu á spaensku. Fyrst hlupum vid inn á einum stad og thar hittum vid mann sem fannst vid vera helvíti bjartsýn. Hann var búinn ad bída í ríkisrodinni eftir ad fá afhendan pakkann sinn í um klukkutíma og samt vaeri hann naestum aftastur enn... og pósthúsid lokadi kl. 5 og klukkan var alveg ad verda thad. Vid hlupum tví út og reyndum ad finna hvar madur sendir póst og eftir bendingar frá vinalegum gaurum í bíl út í horni fundum vid hann í taeka tíd til ad sjá ad their loka nákvaemlega á slaginu 5! Vid fundum thví Fed EX, DHL og UPS og athugudum hvad myndi kosta ad senda med theim og thar sem vid týmum ekki ad borga ad lágmarki 40.000 kr fyrir sendingarkostnad + tryggingu fyrir innihald aetlum vid bara ad kaupa okkur auka tosku og bera thetta á bakinu. Hittum líka gaur hérna í gaer sem sagdi ad vid vaerum heppina ad pósturinn hefdi lokad thví vid hefdum sennilega aldrei séd pakkana okkar aftur.... Vid fórum thví og fengum okkur feita argentíska nautasteik í sárabaetur!

Í morgun byrjudum vid daginn á thví ad kíkja á markad í hverfi hér í B.A. sem heitir Recoleta og er vid kirkjugardinn sem Evita hvílir í. Thar gátum vid verslad adeins meira af alls konar ótharfa :) Thegar ég var búin ad eyda ollum peningunum frá gjaldkeranum mínum tók vid heljarins leikrit vid ad reyna ad finna hradbanka. Thad tókst ekki fyrr en vid vorum enn á ný búin ad ganga af okkur lappirnar og komin langt frá tví thar sem vid byrjudum ad leita.

Thá var komid ad tví ad finna rútustodina thar sem ferdin okkar heldur áfram á morgun. Eftir ad vid hofdum fengid leidsogn komumst vid ad thví ad rútustodin er á sama stad og stóra stóra pósthúsid sem lokadi á nefid á okkur í gaer. Vid hofdum sem sagt geta sparad okkur nokkur spor vid ad gera thetta allt saman í gaer... en svona er madur nú heppinn!

Eftir ad vid fundum loksins rútustodina tók vid ad finna okkur ferdaskrifstofu. Taer voru um thad bil 200 inn á thessari rútustod. Ekkert Kynnisferdir og Sterna neitt..! Vid fundum okkur ágaetis gaur sem taladi ekki ord í ensku og fengum hann til ad selja okkur 2 rútumida á morgun kl. 5 eh til Santiago í Chile. Thad tókst med endemum vel og hann nádi ad útskýra allt sem hann thurfti ad útskýra fyrir okkur... sem hlýtur ad thýda ad vid séum farin ad verda frekar sleip í spaenskunni. 21 klst og vid fengum sídustu 2 samsída saetin í rútunni.. á 2. haed og aftast! Eins gott ad bílveikin mín verdi til frids!

Annars aetlum vid ad taka toku 2 á argentínsku nautasteikina í kvold. Ef madur á einhversstadar ad njóta thess ad borda nautasteikur, er thad ekki í Argentínu? ;)

Kvedja yfir hafid stóra

Inga (og Óskar)

16. september 2010

Líkar vel í Buenos Aires

Vid erum enn í Buenos Aires og erum búin ad framlengja dvolinni hérna til 19 sept (Sunnudag). Buenos Aires er mjog vinalega og líflega borg. Vid erum búinn ad versla slatta.... eiginlega meira en planid var, èg er búinn ad thramma á eftir Ingu med peningana og visakortin ì allar àtir um hinar og thessar gotur og risa, risa verslunarmidstod thar sem nedsta haedin var einn stórmarkadur (eins og hagkaup) med 45 afgreidslukossum (okkur dugdi samt bara einn afgreidlsukassi :) Thannig ad vid thurfum ad senda gàm heim ádur en vid forum hédan. Thad hefur gengid illa ad finna fot hérna.... suduramerikubúar kunna ekki á málband og vita greynilega ekkert í hvada fatastaerdum theira eiga ad vera..... í alvoru talad staerdirnar eru mismunandi eftir í hvada verslun madur labbar inn í og thad eru meira ad segja sitthvor fatanúmerinn sem meika engan sens... Inga lenti í thví ad einn brjóstahaldari klikkadi thannig ad vid erum búin ad fara inn í doldid margar soleidis búdir alveg frá thví ad vid vorum í brasilíu og erum búin ad komast ad thví ad that er bara til ein ríkisstaerd af brjostaholdurum í sudurameríku sem passa bara á útstillinga dúkkurnar í gluggnum en ekki venjulegar konur.... En allavega vid erum líka búin ad vera skoda merka stadi hérna í borginni, einhvern risa hvítan gondul à midjum gatnamótum, forsetahollina, grafradhýsid hennar Evitu. Í dag fórum vid í 3 tíma túr med leidsogn (Ingu fannst thad mjog spes ad vera hinumegin vid bordid) sem var alltilagi... vid reyndar komumst ad thví thá hvad vid erum búin ad labba mikid og vída thví fyrst um sinn voru thetta allt stadir sem vid vorum búin ad labba og skoda. Thad er rosalega audvelt og ódýrt ad taka leigubíla hérna en mér hefur fundist straetó samgongurnar doldil ill skiljanlegar, thad eru t.d. engin leidarkort á stoppistodunum???  Mengunarstadlarnir eru greynilega doldid adrid hérna heldur en heima og í USA thví ad útblásturinn, sérstaklega frá straetóunum, er eins og úr gomlum uppskrúfudum patrol..... Vid erum búinn ad labba yfir gotu sem Argentínubúar halda framm ad sé breidasta gata í heimi (en hún er that ekki) hún er 150m breid og 9 akreinar í sitthvora áttina..... samtals 18 akreinar.... thad tók okkur 4 gangbrautarljós ad komast alla leid yfir.

Ég gleymdi USB kapplinum uppi á hóteli thannig ad ég get ekki sett inn myndir núna, reyni ad setja eitthvad inn naest.

Kv.
Óskar... og smá Inga líka...

Ps. Einhverjir hafa lent í erfidleikum ad setja komment inn á síduna thannig ad Inga setti saman leidbeiningarnar hérna ad nedan:
Thad er sma krokaleid sem folk tharf ad fara til ad kommenta a bloggid okkar.

Ferd fyrst fyrir nedan faersluna sem thu vilt kommenta a (stendur 0 komment eda eitthvad meira ef folk hefur kommentad thegar, tha stendur t.d. 1 komment).

Svo skrifaru thad sem thu vilt skrifa i dalkinn sem kemur og stendur a sendu inn athugasemd.
Thegar thu ert buin ad skrifa tad ferdu i comment as: og velur thar Name/URL og skrifar nafnid thitt en tharft ekkert ad gera i vefslod. Naest ytiru a halda afram og svo a post comment.

Tha kemur dalkur sem stendur a word verification og thu skrifar ordid sem kemur upp inn i dalkinn og ytir svo a post comment.
Tha aetti kommentid ad birtast a sidunni okkar ;)

13. september 2010

Don´t cry for me Argentina!

Í gaer var sko algjor letidagur hjá okkur. Fórum ekki frá tvofalda rúminu okkar og flatskjánnum fyrr en um 1-leitid og thá til ad skella okkur à netid til ad leita ad flugi og gistingu ì Buenos Aires, hofudborg Argentìnu.

Vid fundum thad ad sjàlfsogdu og fòrum svo ì verslunarmidstod rètt hjà hòtelinu okkar... og viti menn! Loksins gat Inga verslad og gerdi thad vel!

Í dag var svo fengnir enn fleiri stimplar ì passana okkar (komin med 6 stykki hvort thad sem af er thessari ferd). Thad var dáldid sérstok tilfinning ad horfa til 3ggja landa í einu, Brasilíu, Argentínu og Paragvae. Landamaeraeftirlitid gekk eins og ì sogu og vid komumst klakklaust upp á flugvoll.

Flugvèlin okkar fòr med ogn seinkun í loftid og ókyrrd var naerri alla leidina. Thegar vid lentum svo í borginni tók vid mikill eltingaleikur vid ad finna sér far upp á hostelid sem vid vorum búin ad bóka okkur. Thad skrýtna vid thessa borg er ad klink er sjaldsédur fjarsjódur og fólk heldur í klinkid sitt eins og raudan daudan. Alls stadar thar sem Óskar fór og bad um ad láta skipta sedli í klink kom hann ad lokudum dyrum.... og straeto tekur ad sjálfsogdu adeins klink! Skrýtin pólisía!!! Vid tókum thví bara leigubíl upp á hostelid.

Thegar thangad var komid maetti okkur vinalegur strákur sem taladi líka thessa reiprennandi ensku. Hann útskýrdi fyrir okkur ad hann aetti bara herbergi fyrir okkur í 2 naetur. Vid ákvádum bara ad taka eina nótt (sem betur fer) thví herbergid er frekar ómerkilegt og kostar okkur slatti pening. Vid fórum tví nidur í bae (thar sem vid erum núna) og leitudum ad ódýru hóteli. Fyrir ogn meiri pening verdum vid vonandi í mikid flottari herbergi á morgun og naestu 3 naetur á eftir thad.

Annars aetlum vid ad rolta adeins um gotur Buenos Aires, gá hvort vid laerum ekki eitthvad um Peres fólkid (sem myndin Evita med Madonnu var um) og jafnvel rekast á Antonio Banderas ef vid erum heppin.... 7-9-13 :) (kostar ekkert ad vera smá bjartsýnn ;) ).

Thangad til naest

Hafid thad gott.... vid aetlum ad minnsta kosti ad gera tad!

Kv.

Inga og Óskar

12. september 2010

Spredarar

Jaeja, thá hofum vid fest okkur kaup á flugi til Buenos Aires frá Puerto Iguazu sem er hérna hinu megin vid landamaerin. Flugid tekur 2 klst og sporum okkur thar med um 16 tíma í ferdalagi (rútuferdin hefdi tekid 18-20 klst). Thetta kostadi okkur helmingi meira, en ákvádum ad veita okkur pínulítinn lúxus thar sem vid erum farin ad venjast honum svo vel hér :)

Vid eigum reyndar enthá eftir ad finna okkur gistingu en thad er minna mál... thad er nefnilega allt haegt á netinu :)

Kvedja yfir Atlantshafid

Inga

Á faraldsfaeti

Dýrasti rútumidi sem keyptur hefur verid (af mér og Óskari ad minnsta kosti) var keyptur á einni af gotum Rio. 27.000 krónur og 22 klukkutíma rútuferd.... og thad ekki á launum! Létum okkur samt hafa thad, thar sem flugmidi yrdi okkur enthá dýrari...

Eftir miklar vangaveltur um hvernig vid aettum ad hitta stora karlinn á fjallinu í Río komumst vid ad thví ad best vaeri fyrir okkur ad taka bara leigubíl ad hitta hann. Vid vinkudum einum slíkum frá adal verslunargotunni í Copacabana og med thad sama vorum vid logd af stad. Styttan af Jesú sem er um 80 ára gomul og 30 metra há stendur á ca 400 metra háu fjalli yfir borginni. Thad heitir Corcovado og er dregid af ofdinu kroppinbakur.

Upp, upp Corcovado fór leigubílinn med okkur og leigubílstjórinn reyndi ad leidsegja okkur eins og hann gat á sinni ástkaeru portúgolsku. Thrátt fyrir ad vid skyldum hann mjog takmarkad tokst okkur samt ad skilja ad hann aetladi ad bída eftir okkur á medan vid faerum upp ad styttunni. Leigubílar fá nefnilega bara ad fara takmarkada vegalengd ad honum. Thadan thurftum vid svo ad taka rutu, svo lyftu og loks rúllustiga. Thegar vid vorum loksins komin upp ad honum var hann svo svakalega stor ad mig svimadi vid ad horfa á hann. Túristar voru ad sjálfsogdu tharna í massavís og allir ad taka myndir. Thad var frekar fyndid ad sjá fólk liggjandi eins og hrávidi út um alla stétt vid ad reyna ad taka heila mynd af Jesú.

Thegar vid hofdum fengid fylli okkar af trúartáknum og túristum héldum vid aftur nidur til elskulega leigubílsstjórans okkar. Áfram hélt hann ad leidsegja okkur og benda okkur á hvad Copacabana vaeri falleg og ad vid aettum endilega ad skella okkur á strondina. Heim héldum vid samt en fórum fljótlega út aftur og skroltum í búdir thangad til faeturnir gáfu sig... og ekkert keypt!

Kl. 10 í gaermorgun logdum vid svo af stad á rútustodina í Ríó. 11:15 lagdi thessi svakalega flotta rúta af stad frá platformi 27 (voru 72 á rútustodinni..... BSÍ hvad???). Ferdin gekk vel og eftir um 6 tíma vorum vid komin ad São Paulo. Vid komumst hins vegar ekki út úr borginni fyrr en 2 klst seinna enda var borgin risa stór! Eftir ad borgarljósin slokknudu á ný gátum vid dregid fram teppid okkar og ferdakoddana og hallad okkur thar sem saetin í rútunni eru gerd fyrir naeturferdir og ad fólk sofi um bord. Thegar klukkan var um 3 um nótt voknudum vid baedi vid dynk aftan úr bílnum. Sennilegast hefur einhver kastad grjóti í eina rúduna og var hún molbrotin. Thá tók vid bid eftir nýrri rútu sem kom thó ótrúlega fljótt. Áfram hélt ferdin og 4 kristilegum portúgolskum bíómyndum, 3 bílstjórum og 25 longum klukkutímum komumst vid loks á áfangastad, Foz du Iquazu.

Foz du Iquazy er lítill baer vid landamaeri Brasilíu, Argentínu og Paragvae. Hér búa 325.000 manns. Vid hofdum pantad okkur hótelherbergi á netinu í Río en thegar vid komum hingad bidu okkar `bell-boys` sem báru farangurinn okkar upp á herbergi. Herbergid okkar er rosalega fínt,á 5. haed og farid er med okkur eins og kóngafólk.

Thegar vid vorum svo búin ad koma okkur fyrir og fara í sturtu ákvádum vid ad skella okkur strax í ad skoda fossa sem maelt er med í ollum túristabókum sem vid hofum lesid og er naest mest heimsótti stadur af útlendingum í Brasilíu og hefur verid lýst á vid Niagra-falls. Eftir ad vid hofdum fengid leidbeiningar á hótelinu, tókum vid leigubíl í thjódgardinn sem fossarnir eru í. Magnadari fossasjón hefur madur bara aldrei séd! Um 30 fossar sem allir steiptust fram af hamrabelti og ofan í gljúfur. Vid gengum í gegn um skóginn hjá fossunum (og núna faer mamma áfall) eda ollu heldur hlupum í gegn um hann thar sem allar heimsins poddur voru stadsettar tharna og ad mér fannst í theim eina tilgangi ad reyna ad snaeda á mér. Óskar hafdi varla undan ad hlaupa á eftir mér kappklaeddri í svitakófi, med flugnafaelubrúsann í hendinni.

Thegar vid hofdum svo fengid okkur fullsadda af tví ad horfa á fossana vildum vid nú finna almennilega fyrir theim og smakka orlítid á theim. Vid keyptum okkur thví siglingu eda ´sturtuferd´ eins og hún er kollud af heimamonnunum. Bjorgunarsveitarmonnunum í okkur fannst thad sko ekki leidinlegt og fór um mann smá fidringur eins og madur saeti í Gróu P lengst í útlondum. Vid keyptum okkur regnslá til ad hlífa okkur fyrir mestu bleytunni en held satt ad segja ad vid hefdum nánast geta sleppt theim. Undir fossana var farid med okkur og fengum vid ágaetis náttúrulegt nudd. Brosandi og oskrandi til skiptis skemmtum vid okkur konunglega og 25 klukkutíma rútuferdin hvarf eins og dogg fyrir sólu.

Thegar vid komum svo aftur upp á hótel ákvádum vid ad framlengja dvolinni um eina nótt og forum thvi hédan til Argentínu 13. september, enda getum vid alveg vanist tví ad láta koma fram vid okkur eins og kóngafólk eins og gert er hér á hótelinu, stólar dregnir frá bordum fyrir okkur, vid kollud maddam og sir og thjónarnir stjana vid okkur eins og enginn sé morgundagurinn... og vid sem borgum bara half price thar sem snillingurinn ég fann thetta á netinu :)

Thangad til seinna...

Inga og Óskar aka Kóngurinn og drottninginn 

9. september 2010

Myndir

Okkur gengur illa ad koma inn myndum thar sem ad vid hofum ekkert forrit til ad minka myndirnar og thetta tekur of langan tima med myndirnar í fullri upplausn. Thangad til vid finnum einhverja lausn skrifum vid bara meira í stadin :)

Kv. Óskar Andri

Lífid í Rio

Vid erum búin ad hafa thad rosalega gott hérna í Rio. Á morgun thurfum vid thó ad fara ad faera okkur um set og stefnan í dag er ad finna rútufyrirtaeki sem vill flytja okkur ad landamaerum Brasilíu og Argentínu. Thar eru fossar sem okkur langar hrikalega ad skoda.

I gaer var rigning og um 20°C hiti. Óskari fannst mjog spennandi ad kaupa regnhlif og ganga med hana um baeinn. Thad var thó haegara sagt en gert thar sem allir sem madur maetir eru líka med regnhlíf og greinilega einhverjar reglur um hvort madur liftir upp regnhlífinni eda gengur undir hjá theim sem madur maetir. Ég var bara ánaegd á medan vid plokkudum ekki augun úr einhverjum...

Takturinn í borginni er samt allt annar hér en heima. Í gaer fórum vid i matvorubud eins og vid gerum nánast á hverjum degi og versludum inn. Thar sem vid erum med eldhús í íbúdinni okkar reynum vid alltaf ad kaupa eitthvad sem vid getum matreitt sjalf og kostar margfalt minna en ad fara alltaf ut ad borda. Thegar vid komum ad kassanum (thá um 7-leitid og á háannatíma) var afgreidslukonan bara ekkert ad flýta sér. Spjalladi bara vid hvern kúnnan á faetur odrum og thurkadi af afgreidslubordinu sínu. Ég thurfti vel ad minna mig á ad ég vaeri nú í sumarfríi og thyrfti ekki ad stressa mig og óhjákvaemilega kom upp ordatiltaeki fyrrverandi starfsmanns Kynnisferda upp í hugann... take it easy, you are on a holiday! .... málid var bara ad ég var ad kaupa ís og hann hafdi adeins minni tholinmaedi en ég tharna i thessum hita...

Annars lenti ég í brádri lífshaettu í morgun thegar kakkalakki hoppadi í áttina ad okkur Óskari. Eins og flestir vita er ég med fóbíu fyrir kakkalokkum (og ollu sem raedst eda hoppar a mann). Á svipskotsstundu var ég horfin og frá Óskari heyrdist, ertu bara farin? Hvert fórstu? Ég kom ekki nidur úr rúminu sem ég stód í fyrr en hann var kyrrfilega innilokadur í glasi og á leidinni út um gluggann.... Annars er merkilegt hvad goturnar hérna eru hreinar og eiginlega engin skorkvikindi á ferd.

I morgun fórum vid svo med thvottinn okkar i thvott. Thad er haegt ad gera á morgum stodum hér í borginni. Ég verd nú samt ad vidurkenna ad mér thótti dálítid undarlegt ad láta einhvern ókunnugann gaur (med naglalakkadar hendur) grúska í fotunum mínum. En thetta verdur madur víst ad gera ef madur er med takmarkad magn af fotum med sér og sennilega langt i naesta langa stopp hjá okkur. Vid búumst vid thví ad thad verdi Buenos Aires í Argentínu.

Jaeja... best ad fara ad finna sér rútumida og gistingu fyrir naesta stad, spóka sig um í sólinni og njóta thess ad vera túristi á um 25 breiddargrádu fyrir nedan midbaug!

Gódar stundir

Inga

P.s. Thad gengur eitthvad erfidlega ad koma inn myndum thar sem vid verdum alltaf ad fara á netkaffi til ad blogga og vid hofum ekki adgang ad tolvunum thar til ad koma myndum inn. Gerum thad samt um leid og taekifaeri gefst!

7. september 2010

Ganga, svefn og thjodhatid

Ibudin okkar i Copacabana-hverfinu i Rio de Janeiro er vaegast sagt stor og flott midad vid verd. Eg held ad eg geti sagt med godri samvisku ad hun se alika stor ef ekki staerri en studentaibudin sem eg leigdi mer fordum daga. Mjog fin fyrir utan ad sjonvarpid er vid eldhusbordid og adeins ein stod til ad horfa a vegna tungumalaordugleika en thar sem vid erum alltaf uppgefin herna a kvoldin breytir thad ekki sok.

Thegar vid vorum loksins buin ad fa afhenta ibudina, logdum vid fra okkur dotid og logdumst i sitthvort rumid hvort. An thess ad segja ord lagum vid eins og rotud naestu 10 klukkustundirnar. Voknudum tha adeins til ad borda og logdum okkur aftur. 15 timar i svefn takk fyrir takk!

Ibudin er i ca 10 min fjarlaegd fra Cobacabana strondinni og i miklu verslunarhverfi. I gaer akvadum vid ad rolta eftir strondinni og gengum hana ut a enda. Tha var byrjad ad rigna daldid og akvadum vid thvi ad leita okkur ad verslunarmidstod sem vid fundum i naesta hverfi sem nefnist Botafogo. Verslunarmidstod a 8 haedum og eftir ad hafa gengid hana ut og sudur forum vid ut med ensk- brasilisk-portugalska ordabok i vasanum, enda ekki vegur ad skilja neinn her hvad tha heldur ad einhver skilji mann. Sem daemi ma nefna ad vid forum a McDonalds i verslunarmidstodinni og med herkjum nadum vid ad panta matinn... med hjalp fra manneskju ur rodinni okkar sem taladi sma ensku! Thegar vid vorum buin ad labba verslunarmidstodina a enda akvadum vid ad ganga heim aftur, keyptum okkur kvoldmat og eldudum upp i ibud. 9 klukkutimar i gongu thennan daginn og faeturnir alveg bunir.

I dag 7. september er thjodhatidardagur Brasiliu. Af thvi tilefni tokum vid metro-inn nidri midbae og okkur til mikillar anaegju voru hatidarholdin bara alveg vid lestarstodina.
Thad ma tho med sanni segja ad hatidarholdin fari adeins odruvisi fram herna heldur en heima. Skriddrekar, fallbyssur, masserandi hermenn og ludrasveitir og ekki bara nokkrir, heldur stod thetta yfir i ruman klukkutima. Eg gat nu ekki annad en hugsad til thess ad bara thetta brotabrot sem Brasiliski herinn og loggan og fleiri syndu tharna hefdi audveldlega geta hernumid litla vanmattuga Islandid okkar. Bara slokkvilidid var med fleiri tugi slokkvibila og their voru bara ur hofudborginni!

Thegar hatidarholdunum var lokid toltum vid adeins um midbaeinn sem var ad mestu leiti lokadur. Okkur fannst samt badum midbaerinn vera fremur osjarmerandi og skitugur og faerdum okkur fljotlega aftur a Copacabana. Thar erum vid nuna og algjorlega buin ad ganga af okkur lappirnar!

Obrigada (Takk fyrir)

Inga

5. september 2010

Hofum fundid Jesu

Flugferdin fra Lima gekk mjog vel og vid vorum baedi sofnud fyrir flugtak enda eru sidustu tveir dagar bunir ad vera langir og strangir.

Alls stadar thar sem vid forum i vegabrefsskodanir thurfum vid ad filla ut pappira og fa stimpla i passana okkar. Eg byst vid thvi ad vid thurfum ad fa okkur nyja passa thegar heim verdur komid vegna skorts a audum bladsidum :)

Eftir ad vid hofdum flogid thvert yfir Sudur Ameriku og thar med allan Amazon regnskoginn lentum vid heilu og holdnu i Mekka fotboltans, Rio de Janeiro. Vid vissum reyndar ad vid myndum ekki fa ibudina okkar fyrr en 8 klst eftir lendingu thannig ad vid eyddum dagodum tima i ad skoda randyra flugvollinn her. Eftir 4gra tima hangs gafumst vid upp, og tokum leigubil a hotelid sem stadsett er a Cobacabana (sja kort).

Vid hofum thegar fundid Jesu sem gnaefir herna yfir borginni lengst upp a fjalli og fleiri tugi hunda enda eru their i hverju einasta skumaskoti. Auk thess hofum vid komist ad thvi ad litla spaenskan sem vid laerdum i gaer kemur okkur ad engu gagni her i portugolskumaelandi Brasiliu. Vuff, thvilikt tungumal... og madur veltir fyrir ser hvort brasiliubuar hafi laert verdlagningu hja Islendingum? Jah, madur spyr sig...

Later...

Inga

4. september 2010

I sambandi eda ekki i sambandi vid umheiminn...

Siminn minn virkar ekki herna hinu megin vid Atlantshafid... er greinilega med einhverskonar heimthra eda tholir ekki breytingar eins og eigandinn :)

Thannig ad ef folk tharf ad na i mig tha er bara annad hvort ad senda mer e-mail a ingubini@hotmail.com eda hringja i Óskar 895-9029.

Kvedja

Inga

Morguninn sem Inga drakk kaffi

Jaeja tha erum vid I Lima. Komum kl 4 ad morgni og naesta flug er ekki fyrr en kl 9 i kvold. Allt hefur gengid vel ad mestu og allur farangur skilad sér. Flugid er langt og threytandi thannig ad thegar vid vorum í Miami hringdum vid til Lima og nadum ad finna okkur stad til ad gista a og geyma farangur thangad til vid forum til Rio í kvold. Thad var gott ad leggjast adeins nidur og sofa í hljódu umhverfi. Vid gistum í koju í hosteli sem heitir Backpackers Inn (sjá kort) og er adeins fyrir utan Lima... fínasti stadur med uppábúnum kojum, morgunmat og sturtu + handklaedi fyrir 20 dollara fyrir okkur baedi. Thad er rosalega lítil enska hérna en okkur hefur tekist ad gera okkur skiljanleg og fólk hérna virdist flest vera viljugt ad hjálpa manni. Hostelid er í bae sem heitir barranco og erum vid ad rolta um baeinn nuna og fundum netkaffi.

Thankad til naest

Kv.
Óskar Andri

3. september 2010

Komið að brottför

Allt klárt og gengið vel. Erum að leggja af stað á BSÍ og síðan upp á völl..... Þangað til næst ;)

2. september 2010

Meira, meira

Jæja.... nú er hægt að sjá neðst á síðunni hvað klukkan er svona á nokkrum af þessum helstu stöðum sem við förum á og síðan er hægt að sjá hverslu æðislega, roslega geðveikt veðrir er þar sem við erum eða ætlum að fara.... Ég setti inn veðrið fyrir Rio þar sem að það er svona fyrsti áfangastaður.

Kv.
Óskar Andri

1. september 2010

Uppsetning á Bloggi

Það er helling búið að bætast við í bloggið, komið nýtt útlit og layout. Búinn að setja upp picasa myndaalbúm, dagatal þar sem við ætlum að reyna að setja inn það sem er planað, kort þar sem við getum sett inn staðsetninguna á okkur, komnar íslenskar dagsetningar o.fl......... allt í boði google :)

Kv.
Óskar Andri