26. september 2010

Enn í Santiago...

Enn er ég (Inga) eitthvad slopp en vid komumst ad thvi ádan eftir ad hafa horft á Latabae, Bridget Jones og Buddy á spaensku í gaerkvoldi ad thad vaeri takki á fjarstýringunni sem madur skiptir yfir á kapalkerfi og thá hrúgudust inn kvikmyndir á ensku.... vitlausu vid. Kvoldid í kvold verdur thví adeins minni spaensku-laerdómur (thótt óneitanlega laerir madur spaensku hradar med thví ad hlusta á hana allan sólarhringinn) og meira um skilning á bíómyndunum sem vid horfum á Heilsan fer samt vonandi skánandi thar sem sýklalyfid er sterkt og virdist eitthvad vera ad fara í hana (sídasti dagurinn á lyfinu í dag).

Hótelid sem vid erum á er í lítilli gotu. Thad er ekkert merkt ad utan er herbergid okkar er risa stórt og med einu dobbel rúmi (ef vid rífumst ekki) og tveimur einstaklingsrúmum (ef vid rífumst) :). Nei nei.. vid rífumst aldrei... Thetta herbergi var bara thad eina sem var laust thegar vid tékkudum okkur inn. Vid fundum bara medallausn á thessu ollu saman og faerdum rúmin tvo saman tví sjónvarpid hékk á veggnum thar fyrir ofan :)

Ég hélt ad ég yrdi laus vid sírenuvael, straetóa, bílflautur og allt thad sem fylgir tví ad vera á hóteli vid stórar gotur... hins vegar voknudum vid baedi í nótt vid partý í naesta húsi, svo var sírenuvael, hundur ad gelta, madur ad syngja og ég veit ekki hvad og hvad. Gluggarnir hérna eru hrikalega thunnir og halda sko kuldanum ekki úti. Hér sefur madur med lak og 3 teppi og tad virdist almennt eiga vid thar sem thetta var líka svoleidis á hinu hostelinu. 

Rétt í thessum toludu ordum var litlu myndavélinni hans Óskars stolid. Sem betur fer var hann ad verda búinn ad setja allar myndirnar yfir á usb-lykil thannig ad vid eigum eiginlega allar myndirnar nema gaerdaginn (gaypride) og video. Tjónid er adallega ad hafa misst taekid... Vid erum ad bída eftir ad loggan komi og geri skýrslu og meti bordid sem Óskar sat vid og brotnadi í átokunum.... helvítis skríll!!! En thetta er víst thad sem madur býst vid thegar madur ferdast .... Vid holdum tví áfram med 2 myndavélar... :)

Planid er ad reyna ad fljúga til Lima í Perú og ferdast svo um thadan... Veikindin hafa tekid adeins of mikinn tíma thannig ad vid holdum ad vid verdum ad sleppa Bólivíu...

En thangad til naest... hafid thad gott...

Inga (og Óskar) reid í Santiago...

3 ummæli:

  1. mjög gaman að heyra Inga mín að þetta sé að ganga yfir er búin að hugsa mikið til þín .það þarf nú ekki að ferðast til að hitta þjófa voru hér í hverfinu í síðustu viku en við höfum sloppið enþá
    en gerum miklar ráðstafnir vonandi verður borðið ekki dýrt óskar minn ég sé reyndar fyrir mér viðbrögð þín og veit að þú ert hraustur verst að þjófurinn náði vélini .en hvað er ein vél meðan annað gengur vel passið vel hvort annað mig langar að skila kveðju til hennar kötu vinkonu ykkar frábært að eiga góða vini sem geta hjálpað
    sama hvar maður er í heiminum.hér gengur allt vel
    allir biðja fyrir kveðju til ykkar elska ykkur
    kveðja mamma

    SvaraEyða
  2. Rosalega er gott að heyra að þú (Inga) ert að ná að jafna þig :o) Það er svo hundleiðinlegt að vera veikur erlendis...
    En þetta er nú ótrúlegt hvað þeir leifa sér þessir þjófar.. að þeir geti ekki látið ferðamenn eins og ykkur í friði. En annars þá skiptir mestu máli að enginn slasaðist :o)

    Hafið það sem allra bezt þið duglega fólk :o)

    Kveðja Alísa

    SvaraEyða
  3. Aðalatriðið er að Inga nái heilsu og þið bæði séuð í lagi. Auðvitað er hrikalegt að missa myndavélina en myndavél er dauður hlutur.

    Gangi ykkur vel!

    SvaraEyða