30. september 2010

Land Inkanna...

Thá erum vid lent í landi Inkanna einu sinni enn. Flugid okkar frá Santiago var mjog gott thótt svo ad maturinn um bord hafi ekki verid nein veislumáltíd... thad má reyndar segja um flestan mat í Chile. Flugid tók 3 klst og 25 mínútur og sem betur fer nádum vid ad sofa enda thurftum vid ad vakna kl. 3 um nóttina til ad fara út á flugvoll. Ég fékk líka eitthvad bakslag í veikindin kvoldid ádur og var aftur komin med hita. Hann fór samt úr mér med 2 Pharataps :) Óskar hafdi pínu áhyggjur af mér og svaf thví midur ekki mikid.

Vid komuna til Lima tókum vid okkur leigubíl upp á hótelid sem vid pontudum. Thad er í odru hverfi en vid vorum í sídast og kallast Miraflores. Thad tók okkur orugglega 20 mínútur ad komast thangad med leigubílnum enda var hann rándýr. Thegar vid vorum svo komin upp á hótel, logdum vid okkur í ad vid héldum smá stund en reyndust vera nokkrir klukkutímar. Vid fengum okkur svo smá rolt um gotuna sem vid búum vid, fengum okkur ad borda og forum svo aftur upp á herbergi. Vid vorum greinilega algjorlega búin á thví thar sem ég var sofnud aftur um 9 um kvoldid og Óskar adeins seinna. Gátum reyndar ekki mikid sofid fyrir kynlífshljódum úr odrum herbergjum... í fleirtolu!

Vid voknudum svo hress í morgun, horfdum á 2 Friendsthaetti í sjónvarpinu og drifum okkur svo út. Vid tókum leigubíl nidur á rútustod og hofum núna keypt okkur rútumida til Nazca sem er í sudur Perú og er kennt vid einkennilegar myndir í sléttunum. Their sem hafa séd myndina Signs med Mel Gibson thar sem stórar myndir birtast á okrum geta séd thetta fyrir sér. Thetta eru víst eld gamlar myndir og uppruni theirra ekki alveg vitadur. Vid thurfum tví sennilegast ad fara í litla rellu til ad geta séd myndirnar thví thaer eru svo stórar ad ekki er haegt ad sjá thaer frá landi. Vid erum einnig búin ad panta okkur gistingu thar á hóteli í 2 naetur. Rútuferdin okkar hefst kl. 7 í fyrramálid, 12 ad hádegi ad íslenskum tíma.

Umferdin í Lima er annars stórundarleg. Hérna skipta akgreinar ekki miklu máli og bílarnir keyra út um alla vegi thar sem their komast fyrir. Almenningssamgongur eru allt frá thví ad vera thrennskonar mismunandi leigubílar upp í ad vera eldgamlir amerískir skólabílar sem eru trodfullir af fólki. Auk thess eru pínulitlir sendiferdabílar sem hleypa fólki inn og út alls stadar. Fólk hoppar inn í thessa bíla á ferd og their eru endalaust flautandi til ad láta vita af sér ef madur vildi hoppa um bord. Bílstjórarnir hér eru líka annad hvort á inngjofinni eda bremsunni. Thad er ekkert til sem heitir ad láta bílinn renna. Bremsu-varahluta-kostnadur hlýtur ad vera gífurlegur hér... eins langt og thad naer!

Annars hlakkar okkur til ad fara ad skoda thetta land sem upphaflega dróg okkur hingad. Vid erum bara hraeddust um ad thurfa ad sleppa einhverju, en thá verdur thad bara tilefni til ad koma aftur. Vid erum ad minnsta kosti strax komin med lista yfir thad sem okkur langar ad skoda í naestu ferd okkar til Sudur-Ameríku :)

Knús og kremjur

Inga (og Óskar)

1 ummæli:

  1. það er gott að þið gátuð sofið vel ég vona elskan mín að þú ser búin að ná úr þér hitanum alveg það er nú mart sem þið hafið séð og eigið eftir að sjá ef ekki í þessari ferð þá næstu gaman að lesa um ferðina ykkar.Það var gaman hjá mer og mömmu óskar fórum út að borða svo í bíó mjög gamaní gærbyð að heilsa bæ í bili

    SvaraEyða