28. september 2010

Og áfram heldur ferdin...

Vid erum búin ad panta okkur flug frá Santiago í Chile til Lima í Perú. Ástaedan fyrir thessu spredi er ad Inga er ekki ordin alveg nógu gód til ad treysta sér í 30 klst rútuferdir... alveg strax...!

Vid pontudum okkur líka hótelherbergi í Lima í 2 naetur og aetlum ad reyna ad ferdast eitthvad um Perú í taepar tvaer vikur ádur en vid fljúgum til New York. Vid vorum búin ad ákveda ad vera aftur á hostelinu sem vid vorum á fyrst en vid erum ordin svo gódu von hérna :) Sameiginlegt klósett med 6 manns og madur med rest af matareitrun er ekki alveg ad gera sig...

Vid erum annars bara búin ad njóta thess eins og vid getum ad vera í sumarfríi. Lágum upp í rúmi fram yfir hádegi og thad var ekki fyrr en maginn fattadi ad hann hefdi ekkert bordad um morguninn sem vid fórum á faetur. Thad er bara svo hrikalega kósý ad liggja undir fullt fullt af teppum med ískalt nef vegna thess ad herbergid er svo kalt og horfa á einhverja endaleysu í sjónvarpinu.

Okkur finnst vid hafa verid endalaust lengi í thessu ferdalagi og gert alveg ótrúlega marga skemmtilega hluti. Thrátt fyrir ad vid séum komin med smá heimthrá og soknum fólksins okkar til tunglsins og til baka thá erum vid ekki tilbúin ad koma heim strax. Vid eigum enn fullt eftir ad skoda og lenda í helling af aevintýrum!

Knús og kossar!

Inga (og Óskar)

8 ummæli:

  1. Ég sakna ykkar sko líka til tunglsins og til baka og einn auka hring í kring um jörðina í þokkabót... En það er svo æðislegt að þið skemmtið ykkur vel og að Inga sé að ná bata :o)

    Það verður pott þétt frábært að ferðast um Perú :o) Farið bara varlega og reynið að forðast allar svona matareitrunarbakteríur í náinni framtíð :O)

    Þykir rosa vænt um ykkur og hlakka til að heyra fréttir frá ykkur í Perú :o)

    Kveðja Alísa

    SvaraEyða
  2. Hæ kæru ferðalangar mjög gaman að fylgjast með
    ferðalaginu þið skulið bara geyma heimþrána
    hér er leiðinda veður alvöru haust veður rigning
    rokk og stormur njótið augna blikksins eins og þið getið mér finnst bara að heyra perú ævintýri sem
    á örugglega eftir að vera eftirmynnilegt .hér er litli bróðir bara happy var að kaupa sér bíl þó að
    bílprófið sé ekki komið alveg strax. óskum ykkur góðrar ferðar og njótið þess nú í botn og leyfið
    okkur hér á fróni að fylgjast með á blokkinu ykkar sem er orðin hinn besta fjölskyldu skemmtun
    ástar kveðjur mamma eiki og hinir grísinir

    SvaraEyða
  3. Bíddu nú við.... síðan hvenær er ég grís.... hún hlýtur að vera að tala um Andra og Ásgeir því ég er alltaf svo þæg að ég get ekki flokkast sem grís... Ef það á að finna eitthvað dýraheiti yfir mig þá er ég sko fálki... bara svo það sé á hreinu..... Punktur. :o)

    SvaraEyða
  4. Já, þið þið hafið bara gott af því að slaka á inni á milli.

    Svo er eðlilegt að hafa smá heimþrá þegar maður er búinn að vera svolítinn tíma í burtu en það gleymst jafn óðum og þið upplifið eitthvað nýtt og spennandi.

    Ég var langt frá því með heimþrá þegar ég steig upp í flugvélina í Sevilla í gær sem flutti okkur aftur til Íslands. Mér fannst ekkert gaman að fara úr sól og blíðu í rigningu og brjálað rok...

    SvaraEyða
  5. Já það er rétt hjá Víði, hér heima hafa himnarnir klofnað og ausa svoleiðis yfir okkur rigningu að það er allt að fara á flot :o)
    Hænurnar okkar eru ekkert voðalega sáttar við meðferðina sem náttúruöflin gefa þeim. Þær eru í orðsins fylstu merkingu eins og úfinn hænurass í vindi ef við hleypum þeim út :o)

    Hafið það gott duglegu ferðalangar :o)

    Kv, Alísa

    SvaraEyða
  6. það er gott að fretta að hún Inga er að ná sér,hér er bara rok og rigning og vont veður ,það er bara gaman að lesa þetta sem þið skrifið á ploggið,já heimþrá kemur og hverfur bara strax aftur það var flottar lyfturnar á myndini sem fólkið notar við húsin sýn, jú þið eruð búin að sjá mart þarna og eigið eftir að sjá mart gangi ykkur allt í haginn og farið vel með ykkur kveðja pabbi og Dóra

    SvaraEyða
  7. jæja það er gott að erfileikar seu svona nokkurvegin að baki þetta er ferð sem þið eigið eftir að minnast lengi svo verið ekki að spá í heimþrá við eru her og lesum spennt um ferðina ykkar og óskum þess að þetta gangi sem allra allra best bless við heirumst elskurnar mína

    SvaraEyða
  8. Ohh hvað ég er að öfunda ykkur þetta hlítur að vera alveg geðveikt mun ég einhverntíman fara svona en hægara sagt en gert með 2 börn.
    Haldið áfram að hafa gaman af og verður gaman að lesa meira frá ykkur

    SvaraEyða