Til Nasca komumst vid í 7 tíma rútuferd. Ég var enthá dálítid veik og ekki alveg búin ad losna vid matareitrunina thannig ad thessi rútuferd var ekki alveg sú skemmtilegasta. Sem betur fer bý ég yfir theim einstaka haefileika ad geta sofid í rútu og gat nýtt mér hann tharna.
Thegar vid komum á rútustodina í Nasca baud vinalegur madur ad nafni Cesar okkur leigubílinn sinn. Vid thádum thad med thokkum og hann keyrdi okkur upp á hótelid okkar. Hann taldadi ágaeta ensku midad vid fólkid hérna og hann hjálpadi okkur med innritunina á hótelid og bar farangurinn med okkur upp á herbergi. Óskar spurdi Cesar hvort thad vaeri eitthvad mál ad finna enskumaelandi laekni í baenum og hann svaradi thví neitandi og sagdist aetla ad koma med hann eftir hálftíma. Ca klukkustund sídar kom Cesar ásamt laekni til okkar (thurfti ad bída eftir honum thangad til laeknavaktin opnadi eftir siesta). Laeknirinn skodadi mig hátt og lágt, hlustadi á magann og tharmana og potadi í thá mér til lítillar ánaegju thar sem inniflin eru ordin frekar aum af thessari rússíbanareid. Nidurstadan hans var ad ég vaeri med matareitrun og eftir ad ég sýndi honum lyfjakokteilinn sem ég er á fyrir thá ákvad hann ad setja mig á 3 mismunandi lyfjakúra. Thegar Óskar var svo búinn ad borga laekninum tók Cesar hann aftur á laeknavaktina en sagdist aetla ad koma aftur til ad hjálpa Óskari med lyfjakaupin. Óskar endadi á thví ad tvaelast med nýja perúíska vini sínum um allan bae og kaupa svo af honum útsýnisflug yfir Nasca línurnar daginn eftir.
Í fyrradag vorum vid svo hálf slopp ad fara á faetur. Ég var komin med taeplega 39 stiga hita (í thridja sinn í thessari ferd) og leid ekkert of vel. Óskar var ordinn mjog tvístíga med ad fara med mig í einhverja smárellu í thessu ámigkomulagi, en ég sagdi vid hann ad ég hefdi komid hingad til thess ad fara í flugvél til ad sjá thetta, annars hefdi ég sennilega sleppt thessum stad. Hann ákvad ad láta litlu frekjuna ráda enda myndi thad ad sjálfsogdu bitna á mér einni ef mér lidi verr...
Klukkan 14:50 kemur spaenskumaelandi strákur inn á hótelid. Hann er greinilega í einhverjum erindagjordum og var mikid ad reyna ad hringja í Cesar. Vid fottudum ad hann vaeri ad leita ad okkur en thad runnu á okkur tvaer grímur thegar vid fottudum ad Óskar hafdi borgad Cesari 25.000 kr fyrir okkur baedi í útsýnisflugid og Cesar hefdi tekid kvittunina med sér, thannig ad vid vorum ekki med neitt í hondunum. Vid fórum thví upp í bílinn med thessum gaur og vissum ad vid vaerum ad fara út á flugvoll en ekki hvort vid kaemumst um bord. Til allrar hamingju stódst allt sem Cesar gerdi fyrir okkur og vid thurftum bara ad borga smá flugvallarskatta. Stuttu seinna vorum vid sest upp í 8 manna rellu med flugmanni og flugstjóra. Upp í loftid brunudum vid og fljótlega fengum vid ad sjá fyrstu merkin... og flugstjórinn fór ad taka dýfur... og maginn á mér í leidinni. Myndirnar voru alveg magnadar og ekki haegt ad sjá thaer med neinu móti odruvísi en í flugvél. Óskar naut samt flugsins miklu betur en ég thar sem ég rétt opnadi augun til ad kíkja á merkin thegar flugstjórinn sagdi ad thau vaeru fyrir nedan, annars var ég bara med hausinn ofan í poka :( Maeli ekki med thví ad fara í flug veikur, en ef madur verdur, thá verdur madur :) Stundum stjórnar thrjóskan bara :)
Thegar vid komum aftur á jordina eftir laaaaangar 35 mínútur afsakadi flugstjórinn sig bak og fyrir og fannst mjog leitt ad ég skyldi hafa veikst svona. Hann náttúrulega vissi ekki ad ég var veik fyrir og búin ad vera thad í 10 daga. Inni í flugstodinni beid svo Cesar eftir okkur til ad skutla okkur upp á hótel. Rosalega vinalegur náungi! Kunnum sko vel ad meta hann og hans hjálp! Upp á herbergi fórum vid og sú litla orka sem mér var skaffad yfir daginn fór oll í thessa flugferd. Ég lág tví eins og hrávidi thad sem eftir var kvoldsins og Óskar endasentist um baeinn ad finna eitthvad fyrir okkur ad borda. Ég var hins vegar svo lystarlítil ad ég gat ekkert bordad...
Í gaer flatmogudum vid svo bara í sólinni á hótelinu okkar. Vid ákvádum strax um leid og vid komum fyrst á hótelid og mér farid ad versna aftur, ad vid vildum framlengja dvolinni. Hótelid okkar er rosalega fallegt, allt í litlum húsum med fullt af blómum, fuglum og sundlaug. Óskar er alveg í essinu sínu ad skoda fugla en skemmtilegastir finnst honum samt thumalputtastórir kólíbrífuglar. Sundlaugin er ad sjálfsogdu alveg ískold en rosalega hressandi thegar madur er búin ad brádna í sólinni. Thegar vid fórum svo upp á herbergi um kvoldid vorum vid eins og brunarústir thrátt fyrir ad hafa borid á okkur sólarvorn (bara ekki nógu sterka greinilega). Edal after-sun áburdurinn hennar Heidu kom thar ad mjog gódum notum og var notadur óspart. Eftir 4 bíómyndir sofnudum vid svo en voknudum nokkrum klukkustundum seinna vid hanagal thriggja hana, hundagelts tveggja hunda sem voru ad rífast og dúfusong (bidlunarsongur). Hér er stemningin allt odruvísi en í borgunum sem vid hofum verid í, naestum ekkert sírenuvael og bílarnir keyra miklu haegar og afslappadara. Hérna búa líka bara um 40.000 manns thannig ad thetta er bara smá túristathorp.
Nú hofum vid keypt okkur rútuferd til Cusco á morgun og leggjum í hann kl. 8 annad kvold (1 ad nóttu ad íslenskum tíma) og verdum á lúxusklass. Vid fengum meira ad segja ad velja hvort vid vildum kjúkling, kjot eda graenmeti í kvoldmat um bord og haegt ad leggja saetin alveg í lágrétta stodu. Thessi rútuferd má sko ekki vera eins óthaegileg og sú sídasta! Vid aetlum thví ad túristast og sleikja ofurheitu eydimerkursólina hér (thví midur engir hitamaelar en orugglega yfir 30 C) í dag og á morgun thangad til vid forum í rútuna.
Ad lokum viljum vid óska elsku mommu minni innilega til hamingju med afmaelid hennar í dag 4. október! Og já, vid erum búin ad kaupa afmaelisgjofina thína en thú faerd hana ekki fyrr en eftir taepar 2 vikur! :)
Adios y buenas tardes!
Inga (og Óskar)
takk fyrir elskurnar mínar ég vona að þú farir alveg að jafna þig eg vona bara að þú komir ekki nálægt kjúkklingunum til að borða gangi ykkur vel elskurnar mína gummi fer að koma með pizzurnar byð að heilsa
SvaraEyðaJæja elsku Inga mín, vona að þú lendir ekki beint á stóra hótelinu mínu þegar þú kemur heim! Láttu þér batna ástin mín.
SvaraEyðaHæ hæ.Vona að lifin séu farin að virka og þér líði betur Inga mín stórt knús á þig. Mikið eru þið búin að ferðast mikið. Kær kveðja til ykkar.
SvaraEyðahæ ég vona að þú farir að ná þér af þssari matareitruni sem þú fekst ,þið eruð búinn að ferðast mikið þarna á milli landa það er alltaf gaman að lesa um ferðina hjá ykkur ,eru þið ekki búinn að fá nóg að rútuferðum þetta eru frá nokrum tímum upp í sólarhrings ferðir,vonandi komið þið heil heim kær kveðja til ykkar frá pabba tengdapabba og Dóru
SvaraEyða