12. september 2010

Á faraldsfaeti

Dýrasti rútumidi sem keyptur hefur verid (af mér og Óskari ad minnsta kosti) var keyptur á einni af gotum Rio. 27.000 krónur og 22 klukkutíma rútuferd.... og thad ekki á launum! Létum okkur samt hafa thad, thar sem flugmidi yrdi okkur enthá dýrari...

Eftir miklar vangaveltur um hvernig vid aettum ad hitta stora karlinn á fjallinu í Río komumst vid ad thví ad best vaeri fyrir okkur ad taka bara leigubíl ad hitta hann. Vid vinkudum einum slíkum frá adal verslunargotunni í Copacabana og med thad sama vorum vid logd af stad. Styttan af Jesú sem er um 80 ára gomul og 30 metra há stendur á ca 400 metra háu fjalli yfir borginni. Thad heitir Corcovado og er dregid af ofdinu kroppinbakur.

Upp, upp Corcovado fór leigubílinn med okkur og leigubílstjórinn reyndi ad leidsegja okkur eins og hann gat á sinni ástkaeru portúgolsku. Thrátt fyrir ad vid skyldum hann mjog takmarkad tokst okkur samt ad skilja ad hann aetladi ad bída eftir okkur á medan vid faerum upp ad styttunni. Leigubílar fá nefnilega bara ad fara takmarkada vegalengd ad honum. Thadan thurftum vid svo ad taka rutu, svo lyftu og loks rúllustiga. Thegar vid vorum loksins komin upp ad honum var hann svo svakalega stor ad mig svimadi vid ad horfa á hann. Túristar voru ad sjálfsogdu tharna í massavís og allir ad taka myndir. Thad var frekar fyndid ad sjá fólk liggjandi eins og hrávidi út um alla stétt vid ad reyna ad taka heila mynd af Jesú.

Thegar vid hofdum fengid fylli okkar af trúartáknum og túristum héldum vid aftur nidur til elskulega leigubílsstjórans okkar. Áfram hélt hann ad leidsegja okkur og benda okkur á hvad Copacabana vaeri falleg og ad vid aettum endilega ad skella okkur á strondina. Heim héldum vid samt en fórum fljótlega út aftur og skroltum í búdir thangad til faeturnir gáfu sig... og ekkert keypt!

Kl. 10 í gaermorgun logdum vid svo af stad á rútustodina í Ríó. 11:15 lagdi thessi svakalega flotta rúta af stad frá platformi 27 (voru 72 á rútustodinni..... BSÍ hvad???). Ferdin gekk vel og eftir um 6 tíma vorum vid komin ad São Paulo. Vid komumst hins vegar ekki út úr borginni fyrr en 2 klst seinna enda var borgin risa stór! Eftir ad borgarljósin slokknudu á ný gátum vid dregid fram teppid okkar og ferdakoddana og hallad okkur thar sem saetin í rútunni eru gerd fyrir naeturferdir og ad fólk sofi um bord. Thegar klukkan var um 3 um nótt voknudum vid baedi vid dynk aftan úr bílnum. Sennilegast hefur einhver kastad grjóti í eina rúduna og var hún molbrotin. Thá tók vid bid eftir nýrri rútu sem kom thó ótrúlega fljótt. Áfram hélt ferdin og 4 kristilegum portúgolskum bíómyndum, 3 bílstjórum og 25 longum klukkutímum komumst vid loks á áfangastad, Foz du Iquazu.

Foz du Iquazy er lítill baer vid landamaeri Brasilíu, Argentínu og Paragvae. Hér búa 325.000 manns. Vid hofdum pantad okkur hótelherbergi á netinu í Río en thegar vid komum hingad bidu okkar `bell-boys` sem báru farangurinn okkar upp á herbergi. Herbergid okkar er rosalega fínt,á 5. haed og farid er med okkur eins og kóngafólk.

Thegar vid vorum svo búin ad koma okkur fyrir og fara í sturtu ákvádum vid ad skella okkur strax í ad skoda fossa sem maelt er med í ollum túristabókum sem vid hofum lesid og er naest mest heimsótti stadur af útlendingum í Brasilíu og hefur verid lýst á vid Niagra-falls. Eftir ad vid hofdum fengid leidbeiningar á hótelinu, tókum vid leigubíl í thjódgardinn sem fossarnir eru í. Magnadari fossasjón hefur madur bara aldrei séd! Um 30 fossar sem allir steiptust fram af hamrabelti og ofan í gljúfur. Vid gengum í gegn um skóginn hjá fossunum (og núna faer mamma áfall) eda ollu heldur hlupum í gegn um hann thar sem allar heimsins poddur voru stadsettar tharna og ad mér fannst í theim eina tilgangi ad reyna ad snaeda á mér. Óskar hafdi varla undan ad hlaupa á eftir mér kappklaeddri í svitakófi, med flugnafaelubrúsann í hendinni.

Thegar vid hofdum svo fengid okkur fullsadda af tví ad horfa á fossana vildum vid nú finna almennilega fyrir theim og smakka orlítid á theim. Vid keyptum okkur thví siglingu eda ´sturtuferd´ eins og hún er kollud af heimamonnunum. Bjorgunarsveitarmonnunum í okkur fannst thad sko ekki leidinlegt og fór um mann smá fidringur eins og madur saeti í Gróu P lengst í útlondum. Vid keyptum okkur regnslá til ad hlífa okkur fyrir mestu bleytunni en held satt ad segja ad vid hefdum nánast geta sleppt theim. Undir fossana var farid med okkur og fengum vid ágaetis náttúrulegt nudd. Brosandi og oskrandi til skiptis skemmtum vid okkur konunglega og 25 klukkutíma rútuferdin hvarf eins og dogg fyrir sólu.

Thegar vid komum svo aftur upp á hótel ákvádum vid ad framlengja dvolinni um eina nótt og forum thvi hédan til Argentínu 13. september, enda getum vid alveg vanist tví ad láta koma fram vid okkur eins og kóngafólk eins og gert er hér á hótelinu, stólar dregnir frá bordum fyrir okkur, vid kollud maddam og sir og thjónarnir stjana vid okkur eins og enginn sé morgundagurinn... og vid sem borgum bara half price thar sem snillingurinn ég fann thetta á netinu :)

Thangad til seinna...

Inga og Óskar aka Kóngurinn og drottninginn 

3 ummæli:

 1. jæja drottingin mín þetta hlytur að' vera gaman að láta stjana svona við sig ágætt í nokkra daga næst þegar þú ferð í svona ferð verðuru að fara á pöddustyrkingarnámskeið ég er viss um að það er til gangi ykkur vel

  SvaraEyða
 2. Það borgar sig alltaf í útlöndum að vera ekkert að horfa í kringum sig eftir pöddum, þá fyrst fer maður að sjá þær út um allt...

  SvaraEyða
 3. Hæ hæ. Mikið er gaman að fylgjast með ykkur. Þettað er frábær ferð hjá ykkur.
  kær kveðja til ykkar Systa.

  SvaraEyða