18. september 2010

Skjaldbakan og gjaldkerinn

Jaeja, thá er sídasti sólarhringurinn hér í Buenos Aires runninn upp...

Vid erum búin ad skipta um hótel frá sídustu faerslu thar sem vid hofdum thurft ad borga svo mikid fyrir ad kaupa 2 auka naetur á hótelinu sem vid vorum á. Vid ákvádum í stadinn ad spara adeins peningu í gistingu og auka adeins óthaegindin og ganga med bakpokana okkar hérna um baeinn thveran og endilangan. Òskar var farinn ad kalla "skjaldbaka" á eftir mér thar sem ég var náttúrulega med allar mínar foggur á bakinu.Vid fundum okkur frekar ódýra gistingu á flottu hóteli nálaegt midbaenum.

Allir 3 gististadirnir sem vid hofum verid á hér í B.A. hafa verid vid umferdargotu. Hávadinn er sennilega mestur á thví hóteli sem vid erum á núna thrátt fyrir ad vid séum á 6. haed. Straetó stoppar beint fyrir utan og leigubílar flauta allan sólarhringinn.... ég aetla ad finna til eyrnatappana mína fyrir naestu nótt...

Thegar vid vorum búin ad tékka okkur inn á hótelid og Óskar búinn ad gefa mér edal fótanudd med 150 kr kreminu okkar thar sem haelarnir á mér eru farnir ad springa vegna ofgongu, lobbudum vid ad sjálfsogdu adeins meira. Thar sem ofurkaupglada ég er búin ad kaupa fjoldan allan af jólagjofum og odrum ótharfa thá langadi okkur ad reyna ad senda pakka heim.

Pósthús eru hérna út um allan bae. Hvert sem madur lítur sér madur McDonalds og Correo. Vid gerdum okkur tví lítid fyrir og skundudum galvosk med ordabókina okkar inn í eitt slikt og héldum ad thetta vaeri ekkert mál. Eftir miklar handabendingar og flettingar í bókinni gódu (sem er sko life-saver) komumst vid ad thví ad thetta pósthús sendir bara pakka ad hámarki 2 kg utan Argentínu. Vid yrdum ad fara á annad pósthús, út í rassgati sem taeki staerri pakka.

Og áfram hélt gangan..... út í rassgat... yfir tvílíkar akreinar med allri trukka, vorubíla, straetóa og rútuumferd baejarins. Á tímabili fylgdum vid bara heimafólkinu yfir goturnar thví madur sá ekkert hvort var rautt eda graent ljós, og ef thad kemur graent ljós á umferdina, thá Á HÚN SKO RÉTTINN! Vid vorum thví tarna hlaupandi á milli trailera og vonudum ad vid kaemumst yfir.

Thegar vid loksins fundum pósthúsid thá var thetta náttúrulega pósthús á staerd vid póstmidstodina í Reykjavík og med allskonar inngongum sem mertir voru ad sjálfsogdu á spaensku. Fyrst hlupum vid inn á einum stad og thar hittum vid mann sem fannst vid vera helvíti bjartsýn. Hann var búinn ad bída í ríkisrodinni eftir ad fá afhendan pakkann sinn í um klukkutíma og samt vaeri hann naestum aftastur enn... og pósthúsid lokadi kl. 5 og klukkan var alveg ad verda thad. Vid hlupum tví út og reyndum ad finna hvar madur sendir póst og eftir bendingar frá vinalegum gaurum í bíl út í horni fundum vid hann í taeka tíd til ad sjá ad their loka nákvaemlega á slaginu 5! Vid fundum thví Fed EX, DHL og UPS og athugudum hvad myndi kosta ad senda med theim og thar sem vid týmum ekki ad borga ad lágmarki 40.000 kr fyrir sendingarkostnad + tryggingu fyrir innihald aetlum vid bara ad kaupa okkur auka tosku og bera thetta á bakinu. Hittum líka gaur hérna í gaer sem sagdi ad vid vaerum heppina ad pósturinn hefdi lokad thví vid hefdum sennilega aldrei séd pakkana okkar aftur.... Vid fórum thví og fengum okkur feita argentíska nautasteik í sárabaetur!

Í morgun byrjudum vid daginn á thví ad kíkja á markad í hverfi hér í B.A. sem heitir Recoleta og er vid kirkjugardinn sem Evita hvílir í. Thar gátum vid verslad adeins meira af alls konar ótharfa :) Thegar ég var búin ad eyda ollum peningunum frá gjaldkeranum mínum tók vid heljarins leikrit vid ad reyna ad finna hradbanka. Thad tókst ekki fyrr en vid vorum enn á ný búin ad ganga af okkur lappirnar og komin langt frá tví thar sem vid byrjudum ad leita.

Thá var komid ad tví ad finna rútustodina thar sem ferdin okkar heldur áfram á morgun. Eftir ad vid hofdum fengid leidsogn komumst vid ad thví ad rútustodin er á sama stad og stóra stóra pósthúsid sem lokadi á nefid á okkur í gaer. Vid hofdum sem sagt geta sparad okkur nokkur spor vid ad gera thetta allt saman í gaer... en svona er madur nú heppinn!

Eftir ad vid fundum loksins rútustodina tók vid ad finna okkur ferdaskrifstofu. Taer voru um thad bil 200 inn á thessari rútustod. Ekkert Kynnisferdir og Sterna neitt..! Vid fundum okkur ágaetis gaur sem taladi ekki ord í ensku og fengum hann til ad selja okkur 2 rútumida á morgun kl. 5 eh til Santiago í Chile. Thad tókst med endemum vel og hann nádi ad útskýra allt sem hann thurfti ad útskýra fyrir okkur... sem hlýtur ad thýda ad vid séum farin ad verda frekar sleip í spaenskunni. 21 klst og vid fengum sídustu 2 samsída saetin í rútunni.. á 2. haed og aftast! Eins gott ad bílveikin mín verdi til frids!

Annars aetlum vid ad taka toku 2 á argentínsku nautasteikina í kvold. Ef madur á einhversstadar ad njóta thess ad borda nautasteikur, er thad ekki í Argentínu? ;)

Kvedja yfir hafid stóra

Inga (og Óskar)

2 ummæli:

  1. Nom nom, held að Argentína sé nákvæmlega staðurinn til að borða margar nautasteikur!

    SvaraEyða
  2. þið verðið að fá ykkur rauðvin með steikini eftir allt þetta.Vonandi endar þetta ekki að þið þurfið að vera með allann farángurinn í ferðalaginu gangi ykkur vel elskurnar minar megi guð vaka yfir ykkur

    SvaraEyða