7. október 2010

Cusco

Vid eyddum sidasta deginum okkar í Nasca vid ad rolta um baeinn og slappa af í sólinni. Vid thurftum ad skila herberginu okkar ad hádegi en rútan okkar fór ekki fyrr en kl. 8 um kvoldid thannig ad vid hofdum nógan tíma út af fyrir okkur. Thegar kom svo loksins ad thví ad leggja í hann létum vid thjónustulidid á hótelinu kalla í leigubíl fyrir okkur thar sem margar gerdir leigubíla eru hér og ekki allar sem heimafólk myndi taka. Thví finnst okkur rádlegast ad láta heimafólkid sjá um thessi mál fyrir okkur og thau fá smá klink í vasann :)

Leigubíllinn sem kom var ogguponsupínulítill (svipad og Suzuki Swift eda eitthvad) og vid med 2 bakpoka og eina tosku... Ein taskan fór í skottid, onnur frammí... og hvert átti thá hin ad fara... jú á toppinn audvitad. Óskari brá pínulítid í brún thegar ég benti honum á ad verid vaeri ad binda bakpokann hans á thakid á thessu litla boxi. Vid skemmtum okkur konunglega vid thessa lífsreynslu og thad virdist alltaf vera haegt ad baeta í thann bunka. Thegar vid holdum ad vid hofum séd allt, kemur alltaf eitthvad okkur á óvart. Thegar vid vorum svo komin á rútustodina vildi bíllinn ekki opna skottid og thá tóku vid miklar aefingar vid ad reyna ad ná farangrinum út sem tókst sem betur fer á endanum.

Svo kom ad thví ad rútan okkar kom....... klukkutíma of seint! Vid fengum saeti á nedri haed í ledursófasettum sem gaetu naestum talist sem lazy-boy-ar heima. Vid erum hins vegar ekki eins lágvaxin og heimafólkid hérna thannig ad vid gátum ekki rétt úr fótleggjunum sem er frekar pirrandi í 15 klst rútuferd. Vid fengum svo thetta líka dýrindis gúllaskjot í hrísgrjónum og sjálfsogdu allt án sósu... eins og allt hér.

Thegar rútan var svo komin út úr Nasca tóku vid endalausir hlikkir og beygjur og í eitt af morgum skiptum sem Óskar var naerri kominn yfir í stólinn til mín af midflóttaafli sagdi hann "úff, thetta er nú meiri sjóferdin". Ég prísadi mig saela ad eiga koffínátín (veltuveikislyf) í vasanum sem var algjor lifesaver í thessari ferd. Upp hlikkjótta vegi og nidur aftur, upp fjoll og nidur thau hinu megin.... 15 klst og loksins sáum vid í Cusco!

Cusco er fjallathorp í mid-Perú sem er ad medaltali í um 3500 metra haed yfir sjávarmáli. Fyrr á oldum medan Inkarnir rédu á thessu svaedi var Cusco hofudborgin theirra og their kolludu stadinn "nafla alheimsins". En thar sem borgin er svona hátt yfir sjávarmáli á madur á haettu ad fá háfjallaveiki sem felst í thví ad hér er minna súrefni í loftinu en nidri vid strondina, madur verdur fljótt módur, getur fengid ógledi og hausverk og thar fram eftir gotunum. Vid fundum strax fyrir andmaedinni og loftleysinu og fengum smá í magann. Óskar gat lítid sofid í nótt og hefur verid med hausverk. Thegar vid komum upp á hótelherbergid okkar tókum vid eftir tví ad allt sem vid vorum med í túpum var vid thad ad springa. Kremid sem vid hofum notad óspart á haelana á Ingu var komid út um alla snyrtitosku og hárnaeringin kom á móti Ingu thegar hún fór í sturtu. Svitalyktareydirinn hans Óskars poppadi líka upp á móti honum. Vid tókum thví gaerdeginum rólega eftir ad vid komum hingad, roltum pínu lítid um baeinn og fundum ad stemningin hér er allt onnur en í Lima og Nasca. Hér er allt túrista-midad og allt gert til ad selja túristunum eitthvad.

Í dag aetlum vid ad rolta adeins um baeinn og jafna okkur á háfjallaveikinni (hverfur yfirleitt á 2-3 dogum). Á morgun forum vid svo og skodum dal sem kalladur er Sacred Valley og hefur mikid af gomlum rústum frá tímum Inkanna. Laugardag aetlum vid svo ad eiga frí og á sunnudag verdur svo hámark ferdarinnar, Macchu Piccu!! Getum sko ekki bedid eftir thví!

Endilega haldidi áfram ad kommenta. Vid fylgjumst alltaf spennt med hverjir kíkja á síduna okkar og alltaf gaman ad fá fréttir ad heiman.

Bestu kvedjur úr "háloftunum"

Inga og Óskar

7 ummæli:

  1. Þetta eru svakalegar lýsingar en bráðskemmtilegar!

    En farið mjög varlega í byrjun, það tekur örugglega einhvern tíma að venjast súerfnissnauðu lofti svona hátt yfir sjávarmáli.

    Gangi ykkur vel og ég dauðöfunda ykkur þarna. Ég var nefnilega að skoða myndir á netinu frá þessu svæði hahaha...

    SvaraEyða
  2. Mjög gaman að fylgjast með ykkur... og finnst mér stundum ég vera með ykkur þarna þótt ég sé með ykkur í anda á ferðalaginu :)

    Svanhvít Helga

    SvaraEyða
  3. hvað þið eru dugleg að fara út um allt þarna það hlýtur að vera frábært aðvera þarna gangi ykkur vel með ferðina áfram við heirumst

    SvaraEyða
  4. Vá hvað ég öfunda ykkur fyrir að vera þarna :o) Það hlýtur að vera rosalega fallegt og framandi umhverfið þarna fyrir svona Atlantshafsskerjabúa eins og ykkur :o)

    Annars þá byð ég ykkur um að fara varlega næstu daga meðan þið eruð að venjast aðstæðunum.

    Inga! ég er búin að útfæra skrapp-aðstöðuna mína.. eða réttara sagt flytja dótið mitt úr fína græna kassanum í rosa flott skatthol sem ég keypti mér :o)

    Get ekki beðið með að sýna þér það :o)

    Kveðja Alísa.... alsæl með nýja skattholið sitt :o)

    SvaraEyða
  5. Sæl bæði tvö ;-)
    Það er æðislegt að fá að fylgjast með ykkur á ferðalaginu - og öfundast bara "smá" -
    Farið varlega og skemmtið ykkur fyrir allan peninginn ;-)

    knús
    Dagmar

    SvaraEyða
  6. Hæ Hæ
    nú er 5 vikur síðan þið lögðuð á stað í þetta mikla ævintýri ef maður les yfir blokkið frá byrjun er ótrúlegt hvaða ævintýrum þið eruð búin að lenda og maður hefur á tilfyninguni að þið séuð búin að vera alveg rosalega lengi í burtu ...ég man áður en þið fóruð á stað hvað ég spáði mikið í stærðina á bakpokkanum hans óskars hann var næstum jafn stór mé.r en jú óskar vel sér yfirleit trausta ferðafélaga hvort það er bíl bakpokki eða Inga.. vona að þið venjist fljót þunna loftinu og getið ferðast um og skoðað allt
    sem ykkur langar að sjá .hér er allt gott að frétta en eins og Alísa segir er smá skipulag í gangi eitt húsgagn fer út og annað kemur inn ...
    ****** Kveðja Góð Mamma*********

    SvaraEyða
  7. Óskar... Ég held ég hafi séð gráþresti bregða fyrir út í garði rétt í þessu.... Spennandi að vita hvort það verði þrastapartí hérna hjá okkur í haust :o)

    Kveðja Alísa

    SvaraEyða