10. október 2010

Machu Picchu og Sacred Valley

Thad tók okkur smá tíma ad venjast thví ad vera svona hátt uppi og í thunnu súrefni. Vid erum samt alveg búin ad jafna okkur á thví núna thótt madur finni fljótt fyrir súrefnisleysi thegar madur labbar hratt upp brattar brekkur.

Thegar vid vorum búin ad átta okkur á Cusco, sem er fyrrum hofudborg Inkanna í Perú, ákvádum vid ad athuga med ferdir í Machu Picchu og dal sem heimamenn kalla Sacred Valley (Heilagi dalurinn). Í ljós kom ad hótelid okkar var í samstarfi vid ferdaskrifstofu sem sér um ferdir á thessa stadi og vid slógum til. Seinna kom reyndar í ljós ad vid vaerum ad fara í einkaferd til Machu Picchu og svo í hópferd í Sacred Valley en okkur var sama... bara ad vid kaemumst á thessa stadi, enda hápunktar ferdarinnar.

Kvoldid ádur en vid fórum til Machu Picchu hittum vid tvo stráka sem vinna fyrir ferdathjónustufyrirtaekid sem vid fórum med. Their útskýrdu fyrir okkur í thaula hvernig allt faeri fram og ad vid yrdum pikkud upp kl. 5:30 morguninn eftir. Theim fannst alveg rosalega merkilegt ad ég skyldi heita Inga Rúna, thví thad hljómar naestum eins og Inka ruin (Inka rústir).

Naesta dag kom bíll og pikkadi okkur upp á slaginu 5:30 og vid tók 1,5 klst keyrsla til lestarstodvarinnar í Ollantaytambo. Thar tókum vid svo lest í 2 klst med Machu Picchu train sem keyrdi okkur inn á milli fjalla, medfram ánni Urubamba sem Inkarnir litu á sem heilaga og ad thorpinu Aguas Calientes. Thar beid svo eftir okkur leidsogumadur sem fylgdi okkur í rútu sem keyrdi med okkur í hálftíma upp ad Machu Picchu rústunum. Thar tók á móti okkur annar leidsogumadur sem gekk um rústirnar med okkur ein í um 4 klst og útkskýrdi fyrir okkur allt og svaradi ollum okkar spurningum. Vid vissum ádur en vid fórum til Machu Picchu ad thetta vaeri merkilegur stadur, en eftir ad vid hofum fraedst um thennan stad erum vid algjorlega heillud af honum. Myndi maela med honum fyrir alla!

Machu Picchu var heilogust af Inka borgunum, en thaer voru nokkrar. Borgin er umvafin fjollum, og eru 3 fjoll thar í fararbroddi. Borgin er oll byggd eftir miklu skipulagi sem felst í ad allar gotur liggja frá nordri til sudurs og frá austri til vesturs. Leidsogumadurinn var med áttavita med sér og gat sannreynt thetta fyrir okkur.Their voru snillingar í ad raekta alls kyns matjurtir og raektudu thaer á stollum thar sem loftslagid breittist med hverjum palli. Their voru einnig snillingar í arkitektúr og byggdu hús og hof sem enn standa í dag og hafa stadid af sér marga stóra jardskjálfta. Í borginni eru hof tileinkud sólinni, tunglinu og vatni. Merkilegast fannst okkur thegar leidsogumadurinn okkar sýndi okkur ad Machu Picchu vaeri í laginu eins og condor (ránfugl) á flugi og ad borgin vaeri beint undir stjornumerkinu condor. Their thekktu Vetrarbrautina okkar inn og út og gátu spád med gangi himintunglanna, sólarinnar og tunglsins um hvenaer their aettu ad sá og hvenaer rigningatímabilid byrjadi. Thegar Spánverjar komu um 1500 til Sudur-Ameríku vildu their eignast allt og verda allsrádir. Inkarnir bjuggu thví til alls konar sogur um týndar Inkaborgir hingad og thangad um Perú til thess ad verja Machu Picchu. Thad tókst thangad til fyrir 100 árum sídan thegar Amerískur kennari fann stadinn med hjálp 11 ára gamals heimamanns og thurftu their ad kveikja stóran eld til thess ad borgin kaemi í ljós thar sem 400 ár af gródri hafdi safnast fyrir uppi á fjallinu. Thetta er bara smá brot af thví sem vid laerdum og upplifdum tharna en sagan tharna er svo mognud ad thad er varla haegt ad ímynda sér hana nema vera tharna á stadnum.

Thegar vid vorum búin ad skoda Machu Picchu fórum vid aftur somu leid til baka. 14 klst seinna vorum vid aftur komin til Cusco og logdumst orthreytt í baelid enda átti naesti dagur eftir ad kenna okkur annad eins.

Kl. 8:30 var komid og nád í okkur upp á hótelid fyrir ferdina okkar í Sacred Valley. Vid vorum hluti af 12 manna hópi sem samanstód adallega af ameríkonum á ollum aldri. Leid okkar lág fyrst í gegn um Cusco thar sem okkur voru sýndar Inkarústir (bara út um bílgluggann thar sem thetta er hluti af odrum túr). Thaer eru hér út um allt, allt frá Cusco til Machu Picchu. Naest keyrdum vid nidur í dalinn thar sem vid byrjudum á thví ad fara á 400 ára gamlan markad sem thekktur er fyrir ódýrt silfur. Ég nádi ad sjálfsogdu ad versla mér smá glingur thar :) Eftir ad ferdamennirnir hofdu adeins létt á pingjunni fórum vid í Inkarústir sem eru vid thorp sem heitir Pisac. Thegar vid komum thangad var komin úrhellis rigning og keyptum vid okkur poncho úr plasti til ad skella yfir okkur. Mér fannst alveg rosalega fyrndid ad sjá ferdamenn í alls konar litum rolta um í ruslapokum um svaedid. Rústirnar í Pisac samanstanda af  rosalega miklum stollum sem Inkarnir notudu til ad raekta korn, coco lauf, kartoflur og fleira. Thar raektudu their einnig naggrísi sem their fórnudu svo í thúsunda tali fyrir gudina. Vid gátum séd hvar hinn almenni borgari bjó, hvar elítan bjó og hvar their geymdu uppskeruna sína. Tharna var einnig kirkjugardur og í honum hafa fundist yfir 3000 múmíur.

Naest lág leidin okkar til borgarinnar Urubamba thar sem vid átum hádegismat. Vid fórum á matsolustad sem hét Inka House og fengum hladbord med alls kyns perúískum mat. Vid bordudum ad sjálfsogdu yfir okkur gat sem var mjog gott eda hitt thó heldur thegar framhaldid kom í ljós. Thegar allir voru búnir ad borda fórum vid og skodudum adrar rústir sem kallast Ollantaytambo (sami stadur og vid tókum lestina til Machu Picchu daginn ádur). Thaer voru risa risa stórar og endalausir stallar. Leidsogumadurinn okkar sagdi vid okkur ad á svaedinu vaeru 70 stallar og ad thessi borg hefdi verid byggd til thess ad vernda Machu Picchu. Merkilegt thótti okkur thegar leidsogumadurinn okkar sagdi okkur ad borgin vaeri beint undir stjornumerki lamadýrsins og ad borgin vaeri í laginu eins og lamadýr. Hann sýndi okkur meira ad segja myndir thví til studnings. Thegar vid vorum búin ad labba upp alla stallana med magann útblásinn af mat hofdum vid alveg frábaert útsýni yfir dalinn.

Naest var komid ad thví ad fara í annad thorp thar sem vid fengum ad sjá hvernig heimamenn búa til vefnadarvoru. Vid fengum einnig ad sjá hvernig their nota náttúrulega hluti til ad lita efni eins og kindaull, alpacaull og lamaull. Vid fengum líka adeins ad laera um thjódbúning theirra og ad sjálfsogdu versla af theim.

Vid komum svo heim um kvoldid, aftur daudthreytt og búin ad laera alveg helling. Vid vorum baedi sammála um thad ad thessir tveir dagar hefdu verid toppurinn á ferdinni thrátt fyrir ad vid hofum séd margt og gert margt. Í dag aetlum vid svo bara ad slappa af og njóta sídasta dagsins okkar í Cusco ádur en vid tokum flugvél til Lima á morgun. Á thridjudaginn fljúgum vid svo frá thessari dásamlegu heimsálfu og til New York.

Kvedjur yfir hafid!

Inga (og Óskar)

4 ummæli:

 1. Æðislegt! gaman að lesa ferðasögurnar ykkar.vá þetta fer að stytast hjá ykkur! Og já Róbert bað að heilsa ;) Njótið ferðarinnar það sem eftir er..

  SvaraEyða
 2. þetta er æðislegt hjá ykkur þarn í Perú mikið að skoða rústir og annað sem þið sjáið þarna ,mikil ferðalög hjá ykkur,
  háfjallaloft það geta ekki verið að fólk se með leleg jungu þarna íþessu þunnu lofti þarna,
  nú fer þetta að stitast í að ferðin sé að verða búinn og það verður gott að fá ykkur heim aftur bið að heilsa ykkur og njótið síðustu vikunar vel kveðja
  pabbi,tendapabbi, og Dóra

  SvaraEyða
 3. ps. við vorum á Laugarvatni um helgini það var mjög gott veður þar hitin fór í 18 stig sól og logn ,haust litir í blóma þar mjög fallegt, erum búin að smíða neðan á húsið semsagt loka undir
  og aftur njótið síðustu vikuna í botn
  það var gott að heira í þer í símanum í gær
  kveðja frá okkur í Orrahólum

  SvaraEyða
 4. ´Það er svo gaman að heyra hvað hefur gengið vel hjá ykkur gangi ykkur sem allra best síðustu vikuna.það verður örugglega mikið ferðalag sem
  þið eigið eftir að fara til baka og örugglega ekki úti um ævintýri.Biðjum ofboðslega vel að heilsa ykkur og faðmið hvort annað frá okkur
  kveðja mamma og allir hinir í Laufskálum ps
  amma afi ísabella og fjölskyldan í Hafnartúni
  biðja fyrir kveðju unga frændfólkinu í fjölskylduni finnst þið vera svo kul.

  SvaraEyða