11. október 2010

Sídustu stundirnar í Cusco

Thá eru sídustu stundirnar í Cusco ad renna upp. Vid erum búin ad pakka í toskurnar okkar, sem eru alveg vid thad ad springa. Thar sem vid erum búin ad taka svo oft upp úr toskunum og pakka nidur í thaer aftur erum vid komin med svadalegt skipulag um hvad á ad fara hvert.

Gaerdagurinn fór thó ad mestu leiti í leti hjá okkur. Roltum smá um baeinn eftir hádegi en thad var alveg grenjandi rigning thannig ad vid vorum bara frekar stutt. Kíktum á markad og fengum okkur ad borda. Vid pontudum okkur svo bord á veitingastad um kvoldid sem leidsogumadurinn okkar úr ferdinni um Sacred Valley hafdi maelt med.

Um kl. 19:30 fórum vid svo á veitingastadinn, og fengum ad smakka thar alls konar rétti, enda var hladbord. Thegar leid adeins á kvoldid kom svo perúísk hljómsveit og spiladi thjódleg log, sem innihalda mikid af gítarspili og flautum (alls kyns gerdir af pan-flautum). Sídan komu 4 dansarar og donsudu fyrir okkur thjóddansa og skiptu um búning í hvert skipti sem thau komu fram. Bordid sem vid sátum vid var vid glugga sem snéri beint út á adal torgid hér í baenum, Plaza de Armas. Kvoldid var thví vel lukkad fyrir utan ad Óskar fékk smá í magann og vid thurftum ad fara adeins fyrr heim en aetlad var.

Núna erum vid ad fara ad leggja af stad út á flugvoll fyrir flugid okkar til Lima sem fer eftir um 3 klst. Flugid tekur um klukkustund.

Knús og kossar

Inga (og Óskar)

6 ummæli:

 1. Ég skil vel að þið séuð þreytt, enda er búið að vera hellingur að gera hjá ykkur!

  Þið eigið samt New York eftir hahaha! Ég skal senda á meilin ykkar nokkra punta sem vonandi geta gagnast ykkur ef þið hafið orku til að skoða eitthvað þar ;o)

  Gangi ykkur vel!

  SvaraEyða
 2. Jæja... Jólasveinarnir tveir sem skrifuðu á undan mér eru held ég að reyna að segja (á mjög svo karlmannlegann hátt)að þeir sakni ykkar..

  Haldið bara áfram að fara varlega... OG Inga, sjáðu til þess að Óskar fari EKKI órakaður með BUFF á höfðinu og sólgleraugu fyrir augunum í gegn um flugvöllinn í New York.. Bandaríkjakallarnir eru voðalega taugatrektir þessa dagana og eiga auðvelt með að misskylja saklausa ferðalanga ;o)

  Hafið það sem allra bezt :o)

  Kv, Alísa

  SvaraEyða
 3. Æði! Ég kemst alveg í útlanda-fíling við að lesa um ferðir ykkar og ævintýri!

  Góða ferð restina.

  SvaraEyða
 4. Já, það var semsagt Elín sem reit hér að ofan.

  Hmmm... get ekki skoðað albúmið ykkar?
  Ekkert stress - haldið þið ekki bara myndasýningu eftir heimkomuna?

  EE

  SvaraEyða